Fordómarnir fremur í landi en á sjó Magnús Guðmundsson skrifar 4. júní 2015 12:00 Dr. Margaret E. Willson er alin upp við strendur Oregon og var sjálf til sjós þegar hún var ung. Visir/GVA Sjókonur – sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð er sýning sem verður opnuð næstu helgi í Sjóminjasafni Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis um helgina í tilefni af sjómannadeginum. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og dr. Margaret E. Willson, mannfræðings við háskólann í Washington. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna frá upphafi byggðar til vorra daga. Sýningin byggir á áður óbirtum rannsóknum dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Dr. Willson kom fyrst til Íslands fyrir fjórtán árum að heimsækja Ágústu Flosadóttur vinkonu sína. „Ágústa sagði mér frá Þuríði formanni og ég heillaðist strax af þessari mögnuðu konu. Seinna kom Ágústa í heimsókn til Bandaríkjanna og hafði með sér bók um Þuríði sem hún þýddi og las úr fyrir mig jöfnum höndum á kvöldin. Það voru góðar stundir. Ég fékk styrk frá National Geographic og það gerði mér kleift að fara í þessar rannsóknir. Ég var sjálf til sjós þegar ég var ung og er alin upp við Kyrrahafsströndina, nánar tiltekið í Oregon, en hér áður fyrr voru allmargar konur á því svæði sem sóttu sjóinn. Þarna var hátt hlutfall innflytjenda frá Norðurlöndunum og kannski hafði það eitthvað með þetta að gera. En ég hugsaði með mér að fyrst ég hefði gert þetta á einhverjum tímapunkti þá hlytu margar íslenskar konur að hafa verið til sjós.“Lög um jafnræði launa Ein af þeim sem unnu með dr. Willson að rannsókninni voru Þóra Lilja Sigurðardóttir sagnfræðingur. Þær rákust á lög sem voru sett á Íslandi árið 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausgangara. Þar segir: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ „Þetta sýnir okkur að þegar konur unnu störf sem almennt voru álitin karlastörf þá nutu þær jafnræðis til launa. Það er samt ágætt að hafa í huga að ef þær voru vinnukonur sendar af sínum húsbændum þá fóru laun þeirra í gegnum þá. En ef þær voru sjálfstæðar þá nutu þær fulls jafnræðis bæði til launa og eins ef þær drógu happadrátt úr sjó eins og t.d. lúðu sem var verðmætur fengur – þá fengu þær hluta andvirðisins.“Unnur Skúladóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, við upphaf starfsferils síns árið 1964.Samfélagsbreytingar Dr. Willson bendir á að það hafi verið mun algengara en áður var talið að konur stunduðu sjósókn. „Það er að finna fjölmargar magnaðar frásagnir af konum við sjósókn og athyglisvert hversu stóran þátt konur áttu í sjósókn á Íslandi. Einnig nýtist vel að rýna í tölfræði síðustu áratuga og sérþekking Helgu Katrínar Tryggvadóttur á því sviði reyndist ómetanleg. En seint á 19. öldinni byrjaði að örla á breytingum með stækkun báta og skipa sem gátu sótt lengra út, aflað meira og farið oftar. Þá fór að myndast þessi þörf fyrir að einhver tæki að sér verkunina í landi og það virtist dæmast á konur – líkast til hafði húsmóðurhlutverkið einnig eitthvað með það að gera. Með tilkomu togaranna verður svo algjör bylting og störfin í landi urðu að mestu að kvennastörfum. Konur héldu þó áfram að sækja sjó og þá einkum á minni bátum en á stærri skipin komu þær ekki aftur fyrr en á þriðja áratugnum og þá einkum sem kokkar. En þeim fjölgaði þó smám saman aftur við þessi störf á næstu áratugum.“Virðing á sjó Dr. Willson ferðaðist víða um landið ásamt Birnu Gunnlaugsdóttur sem aðstoðaði hana við viðtölin og öflun gagna. „Þessi ferðalög og að kynnast þessum íslenskum konum sem höfðu sótt sjóinn reyndust algjörlega ómetanleg. Þær höfðu frá svo mörgu að segja og gestrisni þeirra var engu lík. Þessar konur voru um tíundi af íslenskum sjómönnum í lok síðustu aldar. En eftir 2008 þá reyndist mörgum konum erfitt að fá vinnu til sjós. Þær þurftu að hafa sambönd til þess að fá pláss en í dag eru tækifærin fleiri. En það sem mér fannst hvað merkilegast er að þær töluðu um þetta þannig að þær elskuðu sjómennskuna. Þær voru líka á því að þeim hafi verið vel tekið. Eins og aðrir nýliðar til sjós þá fara þær í gegnum ákveðið aðlögunarferli en ef þær stóðu sig þá nutu þær virðingar til jafns við aðra og eignuðust marga góða vini til sjós. Fyndu þær fyrir fordómum var það helst í landi. Hugmyndum um að þær hlytu að vera lauslátar eða lesbíur o.s.frv. En á sjó var þeim vel tekið og þær tala um að sjómenn séu skemmtileg stétt með góðan húmor.“ Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sjókonur – sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð er sýning sem verður opnuð næstu helgi í Sjóminjasafni Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis um helgina í tilefni af sjómannadeginum. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og dr. Margaret E. Willson, mannfræðings við háskólann í Washington. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna frá upphafi byggðar til vorra daga. Sýningin byggir á áður óbirtum rannsóknum dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Dr. Willson kom fyrst til Íslands fyrir fjórtán árum að heimsækja Ágústu Flosadóttur vinkonu sína. „Ágústa sagði mér frá Þuríði formanni og ég heillaðist strax af þessari mögnuðu konu. Seinna kom Ágústa í heimsókn til Bandaríkjanna og hafði með sér bók um Þuríði sem hún þýddi og las úr fyrir mig jöfnum höndum á kvöldin. Það voru góðar stundir. Ég fékk styrk frá National Geographic og það gerði mér kleift að fara í þessar rannsóknir. Ég var sjálf til sjós þegar ég var ung og er alin upp við Kyrrahafsströndina, nánar tiltekið í Oregon, en hér áður fyrr voru allmargar konur á því svæði sem sóttu sjóinn. Þarna var hátt hlutfall innflytjenda frá Norðurlöndunum og kannski hafði það eitthvað með þetta að gera. En ég hugsaði með mér að fyrst ég hefði gert þetta á einhverjum tímapunkti þá hlytu margar íslenskar konur að hafa verið til sjós.“Lög um jafnræði launa Ein af þeim sem unnu með dr. Willson að rannsókninni voru Þóra Lilja Sigurðardóttir sagnfræðingur. Þær rákust á lög sem voru sett á Íslandi árið 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausgangara. Þar segir: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ „Þetta sýnir okkur að þegar konur unnu störf sem almennt voru álitin karlastörf þá nutu þær jafnræðis til launa. Það er samt ágætt að hafa í huga að ef þær voru vinnukonur sendar af sínum húsbændum þá fóru laun þeirra í gegnum þá. En ef þær voru sjálfstæðar þá nutu þær fulls jafnræðis bæði til launa og eins ef þær drógu happadrátt úr sjó eins og t.d. lúðu sem var verðmætur fengur – þá fengu þær hluta andvirðisins.“Unnur Skúladóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, við upphaf starfsferils síns árið 1964.Samfélagsbreytingar Dr. Willson bendir á að það hafi verið mun algengara en áður var talið að konur stunduðu sjósókn. „Það er að finna fjölmargar magnaðar frásagnir af konum við sjósókn og athyglisvert hversu stóran þátt konur áttu í sjósókn á Íslandi. Einnig nýtist vel að rýna í tölfræði síðustu áratuga og sérþekking Helgu Katrínar Tryggvadóttur á því sviði reyndist ómetanleg. En seint á 19. öldinni byrjaði að örla á breytingum með stækkun báta og skipa sem gátu sótt lengra út, aflað meira og farið oftar. Þá fór að myndast þessi þörf fyrir að einhver tæki að sér verkunina í landi og það virtist dæmast á konur – líkast til hafði húsmóðurhlutverkið einnig eitthvað með það að gera. Með tilkomu togaranna verður svo algjör bylting og störfin í landi urðu að mestu að kvennastörfum. Konur héldu þó áfram að sækja sjó og þá einkum á minni bátum en á stærri skipin komu þær ekki aftur fyrr en á þriðja áratugnum og þá einkum sem kokkar. En þeim fjölgaði þó smám saman aftur við þessi störf á næstu áratugum.“Virðing á sjó Dr. Willson ferðaðist víða um landið ásamt Birnu Gunnlaugsdóttur sem aðstoðaði hana við viðtölin og öflun gagna. „Þessi ferðalög og að kynnast þessum íslenskum konum sem höfðu sótt sjóinn reyndust algjörlega ómetanleg. Þær höfðu frá svo mörgu að segja og gestrisni þeirra var engu lík. Þessar konur voru um tíundi af íslenskum sjómönnum í lok síðustu aldar. En eftir 2008 þá reyndist mörgum konum erfitt að fá vinnu til sjós. Þær þurftu að hafa sambönd til þess að fá pláss en í dag eru tækifærin fleiri. En það sem mér fannst hvað merkilegast er að þær töluðu um þetta þannig að þær elskuðu sjómennskuna. Þær voru líka á því að þeim hafi verið vel tekið. Eins og aðrir nýliðar til sjós þá fara þær í gegnum ákveðið aðlögunarferli en ef þær stóðu sig þá nutu þær virðingar til jafns við aðra og eignuðust marga góða vini til sjós. Fyndu þær fyrir fordómum var það helst í landi. Hugmyndum um að þær hlytu að vera lauslátar eða lesbíur o.s.frv. En á sjó var þeim vel tekið og þær tala um að sjómenn séu skemmtileg stétt með góðan húmor.“
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira