Nærandi hjólasumar framundan Rikka skrifar 31. maí 2015 11:00 visir/Ernir Þann 3. júní næstkomandi munu þær María Ögn Guðmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, og Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og langhlaupari, halda námskeið um undirstöðuatriðin í hjólreiðum og næringu hjólreiðamannsins. Elísabet fer yfir grunnþætti góðrar næringar samhliða þjálfun til að hámarka árangur og María Ögn fer yfir undirstöðuatriði hjólreiðaiðkunar, rétta þjálfun og græjurnar. Auk þess mun hún fara yfir hjólamenningu, umferðarreglurnar og svara spurningum um hvað þurfi til þess að vera tilbúinn í keppni. Elísabet sér sem fyrr segir um að fræða þátttakendur um rétt mataræði sem skilar sér í betri árangri í íþróttum. „Mataræðið er lykilatriði í árangri íþróttafólks og mun ég fjalla um grunnþætti góðrar næringar í daglegu lífi og hvernig mataræðið getur hjálpað okkur til að ná betri afköstum á æfingum og í keppni,“ segir Elísabet. Námskeiðið verður haldið í Gló, Fákafeni og hefst klukkan 18.00. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vefsíðu Gló. Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þann 3. júní næstkomandi munu þær María Ögn Guðmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, og Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og langhlaupari, halda námskeið um undirstöðuatriðin í hjólreiðum og næringu hjólreiðamannsins. Elísabet fer yfir grunnþætti góðrar næringar samhliða þjálfun til að hámarka árangur og María Ögn fer yfir undirstöðuatriði hjólreiðaiðkunar, rétta þjálfun og græjurnar. Auk þess mun hún fara yfir hjólamenningu, umferðarreglurnar og svara spurningum um hvað þurfi til þess að vera tilbúinn í keppni. Elísabet sér sem fyrr segir um að fræða þátttakendur um rétt mataræði sem skilar sér í betri árangri í íþróttum. „Mataræðið er lykilatriði í árangri íþróttafólks og mun ég fjalla um grunnþætti góðrar næringar í daglegu lífi og hvernig mataræðið getur hjálpað okkur til að ná betri afköstum á æfingum og í keppni,“ segir Elísabet. Námskeiðið verður haldið í Gló, Fákafeni og hefst klukkan 18.00. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vefsíðu Gló.
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira