Dansandi og létt á mörkum forma Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 10:25 Sýningar þeirra Burrows og Fargion þykja sérstaklega skapandi og skemmtilegar. Það eru ófáir skemmtilegir viðburðir sem finna fjalirnar sínar í Tjarnarbíói þetta vorið. Skemmst er að minnast magnaðrar leiksýningar á Endatafli Becketts í samstarfi við Listahátíðina í Reykjavík, víðfrægs leikhóps Jo Strømgren kompani, listdanssýninga, tónlistarviðburða og sitthvers fleira skemmtilegs. Það er því skemmtilega viðeigandi að næstkomandi laugardagskvöld kl. 20 renna ýmis form saman í Tjarnarbíói en þá kynnir Reykjavik Dance Festival í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík tvo dúetta eftir listamennina Jonathan Burrows og Matteo Fargion. Ásgerður G. Gunnarsdóttir hjá Reykjavík Dance Festival segir að þeir félagar séu að sönnu á heimsmælikvarða og mikill hvalreki fyrir okkur Íslendinga. „Það er sérstaklega gaman fyrir okkur í dansheiminum að fá hingað tvo karlmenn með sýningu – svona inn í þá flóru þar sem konur eru alla jafna í talsverðum meirihluta. Að auki þá er bakgrunnur þeirra í listum ólíkur og þeir nýta sér það líka til fulls. Burrows er klassískur ballettdansari og starfaði sem slíkur í mörg ár áður en hann sneri sér að kóreógrafíu. Fargion er hins vegar tónskáld sem fékk áhuga á listdansi og fór að sækja sér tíma í kóreógrafíu og þar kynntust þeir félagar. Þeir hafa svo verið að vinna saman allt frá 2002 og hafa verk þeirra notið mikillar hylli víða um heim. Það sem er einkum sérstakt við vinnu þeirra er að þeir vinna mikið út frá handriti og vinna líka mikið með rythma. Allt sem þeir gera er í raun hugsað í stærra samhengi. Fyrir þá sem þekkja ekki verk þeirra er rétt að benda fólki á að þau eru mjög skemmtileg og uppfull af góðum húmor. Verk þeirra leika á mörkum danslistar, tónlistar, „live art“ og kómedíu. Dúettar þeirra eru hnyttnir en á sama tíma ögrandi. Á síðustu tólf árum hafa þeir skapað röð dúetta þar sem þeir blanda saman formlegheitum klassískrar tónlistarsköpunar við opnari og oft anarkískari nálgun og hafa þessi verk skapað þeim gott orðspor á alþjóðavettvangi. Hér í Reykjavík munu þeir sýna elsta dúettinn sinn, Both Sitting Duet, og þann nýjasta, Body Not Fit For Purpose. Both Sitting Duet er frá árinu 2002, þar sem finna má frumlega blöndu af húmor og grimmum gáfum. Með því að sýna elsta og nýjasta verkið gefst áhorfendum því tækifæri til þess að sjá hvernig verk þeirra hafa þróast. Það hafa líka ýmsir íslenskir danshöfundar verið á námskeiðum hjá þeim félögum í gegnum tíðina og því gætir áhrifa þeirra hér eins og víða annars staðar í dansheiminum.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Það eru ófáir skemmtilegir viðburðir sem finna fjalirnar sínar í Tjarnarbíói þetta vorið. Skemmst er að minnast magnaðrar leiksýningar á Endatafli Becketts í samstarfi við Listahátíðina í Reykjavík, víðfrægs leikhóps Jo Strømgren kompani, listdanssýninga, tónlistarviðburða og sitthvers fleira skemmtilegs. Það er því skemmtilega viðeigandi að næstkomandi laugardagskvöld kl. 20 renna ýmis form saman í Tjarnarbíói en þá kynnir Reykjavik Dance Festival í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík tvo dúetta eftir listamennina Jonathan Burrows og Matteo Fargion. Ásgerður G. Gunnarsdóttir hjá Reykjavík Dance Festival segir að þeir félagar séu að sönnu á heimsmælikvarða og mikill hvalreki fyrir okkur Íslendinga. „Það er sérstaklega gaman fyrir okkur í dansheiminum að fá hingað tvo karlmenn með sýningu – svona inn í þá flóru þar sem konur eru alla jafna í talsverðum meirihluta. Að auki þá er bakgrunnur þeirra í listum ólíkur og þeir nýta sér það líka til fulls. Burrows er klassískur ballettdansari og starfaði sem slíkur í mörg ár áður en hann sneri sér að kóreógrafíu. Fargion er hins vegar tónskáld sem fékk áhuga á listdansi og fór að sækja sér tíma í kóreógrafíu og þar kynntust þeir félagar. Þeir hafa svo verið að vinna saman allt frá 2002 og hafa verk þeirra notið mikillar hylli víða um heim. Það sem er einkum sérstakt við vinnu þeirra er að þeir vinna mikið út frá handriti og vinna líka mikið með rythma. Allt sem þeir gera er í raun hugsað í stærra samhengi. Fyrir þá sem þekkja ekki verk þeirra er rétt að benda fólki á að þau eru mjög skemmtileg og uppfull af góðum húmor. Verk þeirra leika á mörkum danslistar, tónlistar, „live art“ og kómedíu. Dúettar þeirra eru hnyttnir en á sama tíma ögrandi. Á síðustu tólf árum hafa þeir skapað röð dúetta þar sem þeir blanda saman formlegheitum klassískrar tónlistarsköpunar við opnari og oft anarkískari nálgun og hafa þessi verk skapað þeim gott orðspor á alþjóðavettvangi. Hér í Reykjavík munu þeir sýna elsta dúettinn sinn, Both Sitting Duet, og þann nýjasta, Body Not Fit For Purpose. Both Sitting Duet er frá árinu 2002, þar sem finna má frumlega blöndu af húmor og grimmum gáfum. Með því að sýna elsta og nýjasta verkið gefst áhorfendum því tækifæri til þess að sjá hvernig verk þeirra hafa þróast. Það hafa líka ýmsir íslenskir danshöfundar verið á námskeiðum hjá þeim félögum í gegnum tíðina og því gætir áhrifa þeirra hér eins og víða annars staðar í dansheiminum.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira