Þrjár ólíkar með öllu í Hafnarhúsinu Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 12:30 Magnús Sigurðarson, Kathy Clark og Hafþór Yngvason við Hafnarhúsið. Vísir/GVA Bandaríkjamaðurinn Richard Serra er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Serra er einkum þekktur fyrir stór útilistaverk og hafa mörg af leiðandi söfnum heims einkasýningar á verkum hans en sýningin Áfangar Richard Serra er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. Hafþór Yngvason er sýningarstjóri Áfanga Richard Serra og hann segir að umhverfisverkið Áfangar hafi verið sett upp í vesturey Viðeyjar á Listahátíð 1990.Áfangar Richard Serra í Vesturey. „Þetta var sannarlega stórhuga verkefni á sínum tíma hjá Listahátíðinni í Reykjavík. Valgarður Egilsson var formaður Listahátíðar á þessum tíma þegar hugmyndin kom að fá meiriháttar listamann að koma og gera verk. Myndhöggvarafélagið kom að þessu og þeir settu bara stærstu nöfnin á lista og í framhaldinu var leitað til Beru Nordal sem fékk Serra til þess að koma án skuldbindinga. Serra kom og sá landið, áttaði sig á aðstæðum, sá eyjuna og stuðlaberg og sagði já. Það eru fáir sem vita af þessu verki og átta sig á hvað við erum með þarna en sýningunni er ætlað að gera þessu vandlega skil. Auk verkanna er þarna heimildarefni sem Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerðarmaður gerði á sínum tíma og þar á meðal ítarlegt viðtal við Serra. En við verðum með 30 grafísk verk og 19 teikningar sem Serra gaf Listasafni Íslands. Það athyglisverða er að þetta eru verk sem hann gerir eftir að hann kláraði útilistaverkið. Ekki skissur eða stúdíur heldur verk sem eru gerð á sömu forsendu og verkið úti í eyju. Þetta er tilraun hjá Serra til þess að ná tilfinningunni aftur og koma henni frá sér. Eins og einhver mundi reyna að rifja upp í orðum þá gerir hann það í myndum.“Kathy Clark innan um Bangsavætti.Vísir/GVABangsavættir Myndlistarkonan Kathy Clark frá Bandaríkjunum hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Kathy er af bandarísku og asísku bergi brotin og ólst upp í úthverfi Chicago-borgar. Hún lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Arts Institute og sýndi list sína í kjölfarið víðs vegar um Bandaríkin. Bangsavættir / bears, truths er fyrsta einkasýning Kathy Clark í opinberri listastofnun í Reykjavík. Eitt af langtímaverkefnum Kathy hefur verið að safna böngsum reykvískra barna og hefur verslunin Góði hirðirinn reynst henni góð uppspretta í þessum efnum. „Málið er að ég er safnari í mér og elska gamla notaða hluti. Þetta er verkefni sem ég byrjaði á fyrir mörgum árum en bakkaði svo út úr aftur áður en ég fór í þetta á fullu. Allt eru þetta notaðir bangsar eða önnur tuskudýr og ég hef oft hugsað hvaða sögu þau hefðu að segja ef þau gætu talað.“ Úr böngsunum sem eitt sinn voru elskaðir og knúsaðir en var að endingu hent gerir Kathy alls konar skemmtilega skúlptúra og verk sem mynda á sýningu hennar sannkallaða undraveröld sem býður áhorfandanum í ferðalag í gegnum lífshlaup manneskjunnar. „Þegar ég kom til Íslands þá heillaðist ég af görðunum við sjóinn, stígunum og vörðunum sem er að finna svo víða í íslenskri náttúru og það myndar ákveðið leiðarstef í sýningunni. Þetta er ferðin okkar í gegnum lífið, það sem við veljum og óttumst – möguleikarnir sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Þegar ég er búin að vinna bangsana á ýmsa máta þá eru þeir farnir að segja sögu og spyrja spurninga. Það hvetur vonandi áhorfendur til þess að hugsa um lífið.“Magnús Sigurðarson við undirbúning sýningarinnar.Vísir/GVAAthöfn og yfirskin Magnús Sigurðarson heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi um langt skeið. Hann er búsettur í Miami í Bandaríkjunum en var áður búsettur í New York að loknu mastersnámi í New Jersey. „Ég er búinn að vera í Flórída í tíu ár svo það fylgdi því ákveðinn spenningur að koma heim og sýna. En svo þegar ég var kominn niður á hvernig ég vildi hafa þetta þá hvarf stressið eins og dögg fyrir sólu,“ segir Magnús sem hefur ávallt unnið með mjög fjölbreytta tækni og möguleika í sínum verkum. Sýning Magnúsar kallast Athöfn og yfirskin og nú vinnur hann með vídeó og eigin performans í ákveðnu útliti og umhverfi. „Umhverfið er reyndar Hallgrímskirkja þar sem ég tók myndbandið upp fyrir viku með dróna fljúgandi í kringum mig inni í kirkjunni og það við undirleik Harðar Áskelssonar organista á þetta stóra, magnaða orgel kirkjunnar. Ég naut mikillar velvildar Listvinafélags Hallgrímskirkju sem og alls starfsfólks þar og finnst nú reyndar gaman að segja frá því að þegar ég var kominn í mína múnderingu og var að fara að byrja að taka upp þá kom presturinn á harðahlaupum eftir kirkjugólfinu. Mér brá aðeins en svo reif hann bara upp símann, smellti af mér mynd og sagði brosandi: „Fyrir Facebook.“ Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Myndböndunum verður svo varpað á fjóra veggi sýningarrýmisins og þar í kring er ég með tölvuteikningar af íslenskum fjöllum sem ég hef verið að vinna að mjög lengi. Þegar maður býr í Flórída saknar maður íslensku fjallanna því augað stoppar hvergi í þessu flatlendi þarna og þetta er mín leið til þess að takast á við söknuðinn.“ Magnús segir að allur fjölbreytileikinn sé tilkominn vegna þess að í hans huga sé myndlist samræður. „Myndlistin er heimur endalausra möguleika og ég hef þörf fyrir að ræða þessa möguleika. Þess vegna fékk ég Markús Þór Andrésson sýningarstjóra í lið með mér.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Richard Serra er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Serra er einkum þekktur fyrir stór útilistaverk og hafa mörg af leiðandi söfnum heims einkasýningar á verkum hans en sýningin Áfangar Richard Serra er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. Hafþór Yngvason er sýningarstjóri Áfanga Richard Serra og hann segir að umhverfisverkið Áfangar hafi verið sett upp í vesturey Viðeyjar á Listahátíð 1990.Áfangar Richard Serra í Vesturey. „Þetta var sannarlega stórhuga verkefni á sínum tíma hjá Listahátíðinni í Reykjavík. Valgarður Egilsson var formaður Listahátíðar á þessum tíma þegar hugmyndin kom að fá meiriháttar listamann að koma og gera verk. Myndhöggvarafélagið kom að þessu og þeir settu bara stærstu nöfnin á lista og í framhaldinu var leitað til Beru Nordal sem fékk Serra til þess að koma án skuldbindinga. Serra kom og sá landið, áttaði sig á aðstæðum, sá eyjuna og stuðlaberg og sagði já. Það eru fáir sem vita af þessu verki og átta sig á hvað við erum með þarna en sýningunni er ætlað að gera þessu vandlega skil. Auk verkanna er þarna heimildarefni sem Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerðarmaður gerði á sínum tíma og þar á meðal ítarlegt viðtal við Serra. En við verðum með 30 grafísk verk og 19 teikningar sem Serra gaf Listasafni Íslands. Það athyglisverða er að þetta eru verk sem hann gerir eftir að hann kláraði útilistaverkið. Ekki skissur eða stúdíur heldur verk sem eru gerð á sömu forsendu og verkið úti í eyju. Þetta er tilraun hjá Serra til þess að ná tilfinningunni aftur og koma henni frá sér. Eins og einhver mundi reyna að rifja upp í orðum þá gerir hann það í myndum.“Kathy Clark innan um Bangsavætti.Vísir/GVABangsavættir Myndlistarkonan Kathy Clark frá Bandaríkjunum hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Kathy er af bandarísku og asísku bergi brotin og ólst upp í úthverfi Chicago-borgar. Hún lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Arts Institute og sýndi list sína í kjölfarið víðs vegar um Bandaríkin. Bangsavættir / bears, truths er fyrsta einkasýning Kathy Clark í opinberri listastofnun í Reykjavík. Eitt af langtímaverkefnum Kathy hefur verið að safna böngsum reykvískra barna og hefur verslunin Góði hirðirinn reynst henni góð uppspretta í þessum efnum. „Málið er að ég er safnari í mér og elska gamla notaða hluti. Þetta er verkefni sem ég byrjaði á fyrir mörgum árum en bakkaði svo út úr aftur áður en ég fór í þetta á fullu. Allt eru þetta notaðir bangsar eða önnur tuskudýr og ég hef oft hugsað hvaða sögu þau hefðu að segja ef þau gætu talað.“ Úr böngsunum sem eitt sinn voru elskaðir og knúsaðir en var að endingu hent gerir Kathy alls konar skemmtilega skúlptúra og verk sem mynda á sýningu hennar sannkallaða undraveröld sem býður áhorfandanum í ferðalag í gegnum lífshlaup manneskjunnar. „Þegar ég kom til Íslands þá heillaðist ég af görðunum við sjóinn, stígunum og vörðunum sem er að finna svo víða í íslenskri náttúru og það myndar ákveðið leiðarstef í sýningunni. Þetta er ferðin okkar í gegnum lífið, það sem við veljum og óttumst – möguleikarnir sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Þegar ég er búin að vinna bangsana á ýmsa máta þá eru þeir farnir að segja sögu og spyrja spurninga. Það hvetur vonandi áhorfendur til þess að hugsa um lífið.“Magnús Sigurðarson við undirbúning sýningarinnar.Vísir/GVAAthöfn og yfirskin Magnús Sigurðarson heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi um langt skeið. Hann er búsettur í Miami í Bandaríkjunum en var áður búsettur í New York að loknu mastersnámi í New Jersey. „Ég er búinn að vera í Flórída í tíu ár svo það fylgdi því ákveðinn spenningur að koma heim og sýna. En svo þegar ég var kominn niður á hvernig ég vildi hafa þetta þá hvarf stressið eins og dögg fyrir sólu,“ segir Magnús sem hefur ávallt unnið með mjög fjölbreytta tækni og möguleika í sínum verkum. Sýning Magnúsar kallast Athöfn og yfirskin og nú vinnur hann með vídeó og eigin performans í ákveðnu útliti og umhverfi. „Umhverfið er reyndar Hallgrímskirkja þar sem ég tók myndbandið upp fyrir viku með dróna fljúgandi í kringum mig inni í kirkjunni og það við undirleik Harðar Áskelssonar organista á þetta stóra, magnaða orgel kirkjunnar. Ég naut mikillar velvildar Listvinafélags Hallgrímskirkju sem og alls starfsfólks þar og finnst nú reyndar gaman að segja frá því að þegar ég var kominn í mína múnderingu og var að fara að byrja að taka upp þá kom presturinn á harðahlaupum eftir kirkjugólfinu. Mér brá aðeins en svo reif hann bara upp símann, smellti af mér mynd og sagði brosandi: „Fyrir Facebook.“ Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Myndböndunum verður svo varpað á fjóra veggi sýningarrýmisins og þar í kring er ég með tölvuteikningar af íslenskum fjöllum sem ég hef verið að vinna að mjög lengi. Þegar maður býr í Flórída saknar maður íslensku fjallanna því augað stoppar hvergi í þessu flatlendi þarna og þetta er mín leið til þess að takast á við söknuðinn.“ Magnús segir að allur fjölbreytileikinn sé tilkominn vegna þess að í hans huga sé myndlist samræður. „Myndlistin er heimur endalausra möguleika og ég hef þörf fyrir að ræða þessa möguleika. Þess vegna fékk ég Markús Þór Andrésson sýningarstjóra í lið með mér.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira