Alþjóðlegur dagur menningarfjölbreytni Guðrún Ansnes skrifar 21. maí 2015 12:00 Kristín vonast til að sjá sem flesta, á öllum aldri, í Grófinni í dag. Vísir/GVA Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin. Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin.
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira