Trúður=bjáni? Jón Gnarr skrifar 16. maí 2015 07:00 Ég hef starfað sem grínisti á Íslandi í 25 ár. Það gerðist eiginlega óvart. Ég segi oft að ég „hafi leiðst út í það“. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á gríni og alltaf verið að fíflast eitthvað Svo kom að því að ég var beðinn um að skemmta á árshátíð. Svo byrjaði boltinn að rúlla og smátt og smátt varð grínið mitt aðalstarf. Ég vann ýmist einn eða með öðrum, á sviði, í sjónvarpi og útvarpi. Markmið mitt með gríninu hefur alltaf verið að koma fólki á óvart og skemmta því. En grín er ekki bara fíflagangur og bull. Ég hef líka reynt að koma skilaboðum á framfæri og vekja fólk til umhugsunar og skapa umræðu. Grín er mjög góð leið til þess. Ég hef aldrei fengið neitt sérstaklega út úr því að meiða fólk eða niðurlægja með þessum hæfileika mínum. Mér finnst ég bera ábyrgð. Ég er eins og einhver sem kann kung fu. Maður gengur ekki um og lemur fólk bara af því að maður kann kung fu. Eins er með grínið.Comedy=Tragedy+Time Að gera grín er vandasamt verk og það er mjög einstaklingsbundið hvernig hver og einn upplifir grín. Ég þekki það af eigin raun. Markmiðið er oft óljóst, og jafnvel gerandanum sjálfum, hann leyfir sér stundum að elta þráð sem hann veit ekki alltaf hvert liggur. Grín byggist að miklu leyti á flæði sem á ákveðinn hátt er hafið yfir rökhugsun og lógík og verður þá ákveðinn leikrænn spuni. Grín er listform og hluti af leiklist. Grínistinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Hann er hluti af mannréttindum, lýðræði og tjáningarfrelsi. Hans hlutverk er ekki bara að veita fólki afþreyingu heldur líka að hjálpa því að skilja og skynja líf sitt á nýjan hátt. Hvernig til tekst er svo yfirleitt háð hæfileikum, kunnáttu og fimi en ekki síður tímasetningu. Grín snýst að öllu leyti um tímasetningu. Kímnigáfa er greind. Það er hluti af samskiptafærni. Það er gáfa sem hægt er að nota og misnota eins og aðrar gáfur. Á ákveðinn hátt er grín líka heimspeki eða jafnvel lífsstíll. Margir fremstu heimspekingar og hugsuðir hafa verið heillaðir af gríni og haft alls konar hugmyndir um það. Austurríski heimspekingurinn Ludvig Wittgenstein fullyrti að hægt væri að byggja alvarlegt og gott heimspekiverk á bröndurum eingöngu. Monty Python hafa líka oft bent á þetta bæði í orðum og verki. Heimspeki grínsins er í grundvallaratriðum sú að lífið sjálft sé svo absúrd að það sé í eðli sínu brandari, við séum brandari sem við séum yfirleitt að taka mun alvarlegar en tilefni sé til. Það eru ekki allir tilbúnir að viðurkenna að þeir séu bara lifandi skrítla. En það kemur alltaf að því. Allt verður skoplegt að lokum, alveg sama hvað okkur finnst það alvarlegt. Og það er svo skrítið að eftir því sem hlutir eru álitnir alvarlegri þess betri brandarar verða þeir að lokum. Það er bara spurning um tíma. Bandaríski grínistinn Caroll Burnett útskírði þetta á mjög góðan hátt þegar hún sagði: „Comedy is tragedy plus time.” Það er mikið til í því. Við getum hlegið bæði að Hitler og hörmungum miðalda.Líf okkar er djók Ég hef oft verið gagnrýndur. Stundum kemur fólk fram og tjáir sig um mín verk og þá oft út frá því hvort eitthvað sé fyndið, hverju megi gera grín að og hverju ekki og með alls konar góð ráð til mín hvernig ég eigi að starfa. Ég hef margoft verið kærður en aldrei hlotið neinn dóm. Mér hefur verið hótað margoft og ég hef orðið fyrir líkamsárásum út af gríni mínu. Fólk hefur sakað mig um ósmekklegheit eða illan ásetning gagnvart hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Ég hef yfirleitt reynt að verja mig og gjörðir mínar en stundum er það bara ekki hægt. Það getur verið snúið að rífast um hvað sé fyndið og hvað ekki, hvað megi og hvað megi ekki. Að kryfja grín leiðir yfirleitt til þess eins að grínið deyr. Ég er þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum megi gera grín að öllu, en það skipti máli hvernig og hvenær það er gert og af hverjum. Voðaverkin í París og umræðurnar í kjölfarið hafa sýnt okkur þetta mjög vel. Egill Helgason skrifaði mikið um það mál og tók sér stöðu með Charlie Hebdo og botnaði ekkert í fólki sem var ósátt við skopið, það skildi ekki franskt samfélag og mikilvægi trúðsins fyrir lýðræðið. En svo þegar ég gerði grín að einum hans uppáhalds trommuleikara, í mínum síðasta pistli, þá fauk í hann og honum sárnaði og hann sendi mér tóninn. Það er svo oft eitt í orði en annað á borði þegar kemur að gríni. Ég er alls ekki að væla neitt eða kvarta. Ég hef valið mér þetta hlutskipti, ég fæddist í það og ég held að ég hafi aldrei átt neitt val um annað. Ég er Charlie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ég hef starfað sem grínisti á Íslandi í 25 ár. Það gerðist eiginlega óvart. Ég segi oft að ég „hafi leiðst út í það“. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á gríni og alltaf verið að fíflast eitthvað Svo kom að því að ég var beðinn um að skemmta á árshátíð. Svo byrjaði boltinn að rúlla og smátt og smátt varð grínið mitt aðalstarf. Ég vann ýmist einn eða með öðrum, á sviði, í sjónvarpi og útvarpi. Markmið mitt með gríninu hefur alltaf verið að koma fólki á óvart og skemmta því. En grín er ekki bara fíflagangur og bull. Ég hef líka reynt að koma skilaboðum á framfæri og vekja fólk til umhugsunar og skapa umræðu. Grín er mjög góð leið til þess. Ég hef aldrei fengið neitt sérstaklega út úr því að meiða fólk eða niðurlægja með þessum hæfileika mínum. Mér finnst ég bera ábyrgð. Ég er eins og einhver sem kann kung fu. Maður gengur ekki um og lemur fólk bara af því að maður kann kung fu. Eins er með grínið.Comedy=Tragedy+Time Að gera grín er vandasamt verk og það er mjög einstaklingsbundið hvernig hver og einn upplifir grín. Ég þekki það af eigin raun. Markmiðið er oft óljóst, og jafnvel gerandanum sjálfum, hann leyfir sér stundum að elta þráð sem hann veit ekki alltaf hvert liggur. Grín byggist að miklu leyti á flæði sem á ákveðinn hátt er hafið yfir rökhugsun og lógík og verður þá ákveðinn leikrænn spuni. Grín er listform og hluti af leiklist. Grínistinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Hann er hluti af mannréttindum, lýðræði og tjáningarfrelsi. Hans hlutverk er ekki bara að veita fólki afþreyingu heldur líka að hjálpa því að skilja og skynja líf sitt á nýjan hátt. Hvernig til tekst er svo yfirleitt háð hæfileikum, kunnáttu og fimi en ekki síður tímasetningu. Grín snýst að öllu leyti um tímasetningu. Kímnigáfa er greind. Það er hluti af samskiptafærni. Það er gáfa sem hægt er að nota og misnota eins og aðrar gáfur. Á ákveðinn hátt er grín líka heimspeki eða jafnvel lífsstíll. Margir fremstu heimspekingar og hugsuðir hafa verið heillaðir af gríni og haft alls konar hugmyndir um það. Austurríski heimspekingurinn Ludvig Wittgenstein fullyrti að hægt væri að byggja alvarlegt og gott heimspekiverk á bröndurum eingöngu. Monty Python hafa líka oft bent á þetta bæði í orðum og verki. Heimspeki grínsins er í grundvallaratriðum sú að lífið sjálft sé svo absúrd að það sé í eðli sínu brandari, við séum brandari sem við séum yfirleitt að taka mun alvarlegar en tilefni sé til. Það eru ekki allir tilbúnir að viðurkenna að þeir séu bara lifandi skrítla. En það kemur alltaf að því. Allt verður skoplegt að lokum, alveg sama hvað okkur finnst það alvarlegt. Og það er svo skrítið að eftir því sem hlutir eru álitnir alvarlegri þess betri brandarar verða þeir að lokum. Það er bara spurning um tíma. Bandaríski grínistinn Caroll Burnett útskírði þetta á mjög góðan hátt þegar hún sagði: „Comedy is tragedy plus time.” Það er mikið til í því. Við getum hlegið bæði að Hitler og hörmungum miðalda.Líf okkar er djók Ég hef oft verið gagnrýndur. Stundum kemur fólk fram og tjáir sig um mín verk og þá oft út frá því hvort eitthvað sé fyndið, hverju megi gera grín að og hverju ekki og með alls konar góð ráð til mín hvernig ég eigi að starfa. Ég hef margoft verið kærður en aldrei hlotið neinn dóm. Mér hefur verið hótað margoft og ég hef orðið fyrir líkamsárásum út af gríni mínu. Fólk hefur sakað mig um ósmekklegheit eða illan ásetning gagnvart hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Ég hef yfirleitt reynt að verja mig og gjörðir mínar en stundum er það bara ekki hægt. Það getur verið snúið að rífast um hvað sé fyndið og hvað ekki, hvað megi og hvað megi ekki. Að kryfja grín leiðir yfirleitt til þess eins að grínið deyr. Ég er þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum megi gera grín að öllu, en það skipti máli hvernig og hvenær það er gert og af hverjum. Voðaverkin í París og umræðurnar í kjölfarið hafa sýnt okkur þetta mjög vel. Egill Helgason skrifaði mikið um það mál og tók sér stöðu með Charlie Hebdo og botnaði ekkert í fólki sem var ósátt við skopið, það skildi ekki franskt samfélag og mikilvægi trúðsins fyrir lýðræðið. En svo þegar ég gerði grín að einum hans uppáhalds trommuleikara, í mínum síðasta pistli, þá fauk í hann og honum sárnaði og hann sendi mér tóninn. Það er svo oft eitt í orði en annað á borði þegar kemur að gríni. Ég er alls ekki að væla neitt eða kvarta. Ég hef valið mér þetta hlutskipti, ég fæddist í það og ég held að ég hafi aldrei átt neitt val um annað. Ég er Charlie.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun