Óreiða Los Santos aldrei tilkomumeiri eftir hróðuga endurútgáfu á PC Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 14:30 GTAV Leikurinn lítur stórkostlega vel út í miklum gæðum, en til þess þarf mjög góða tölvu. Þrátt fyrir að Grand Theft Auto V sé að verða tveggja ára gamall er hann enn meðal bestu leikja sem í boði eru í dag. Nýverið var leikurinn gefinn út fyrir PC-tölvur, en áður hafði eingöngu verið mögulegt að spila hann í leikjatölvum. Fyrst kom leikurinn út á PS3 og Xbox360, svo var hann endurgerður fyrir nýja kynslóð leikjatölva og er þetta því í þriðja sinn sem leikurinn kemur út. Í hvert sinn sem hann hefur verið gefinn út hefur hann verið endurbættur og nýjum leikkerfum bætt við. Þá hefur grafíkin einnig verið bætt. Útgáfa leiksins á PC tölvur gerir spilurum einnig kleift að búa til og nota breytingar á leiknum. Strax er búið að gera nokkra flotta svokallaða „modda“ og aðra sem líta út fyrir að vera skemmtilegir, en þjóna kannski ekki miklum tilgangi. Þar má nefna byssur sem skjóta bílum og annan modd þar sem spilarar geta kallað eftir flóðbylgju sem drekkir Los Santos.Netspilun GTA V er einhver sú skemmtilegast sem fyrirfinnst og þá sérstaklega þegar spilað er með vinunum. Allt að 30 leikmenn geta spilað á sama kortinu. Þar geta þeir rænt verslanir og fyrirtæki og gert margt fleira. Það þarf þó ekki bara að leysa verkefni og fylgja einhverjum leikkerfum eftir. Það er einnig hægt að keyra bara um götur Los Santos og skoða sig um, eða keyra aðra spilara niður. Ef það er eitthvað sem má gagnrýna GTA fyrir þá er það hve auðveldlega karakterar leiksins geta dottið um koll og hreyfigeta þeirra getur verið takmörkuð. Þeim galla er gerður skil í þessu myndbandi sem ber nafnið: Parkour all the time.Grand Theft Auto V er, eins og áður hefur komið fram, einn af bestu leikjum okkar tíma. PC útgáfan er jafnframt líklega sú eigulegasta þar sem moddar halda leiknum ferskum og bæta graffík leiksins stöðugt. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þrátt fyrir að Grand Theft Auto V sé að verða tveggja ára gamall er hann enn meðal bestu leikja sem í boði eru í dag. Nýverið var leikurinn gefinn út fyrir PC-tölvur, en áður hafði eingöngu verið mögulegt að spila hann í leikjatölvum. Fyrst kom leikurinn út á PS3 og Xbox360, svo var hann endurgerður fyrir nýja kynslóð leikjatölva og er þetta því í þriðja sinn sem leikurinn kemur út. Í hvert sinn sem hann hefur verið gefinn út hefur hann verið endurbættur og nýjum leikkerfum bætt við. Þá hefur grafíkin einnig verið bætt. Útgáfa leiksins á PC tölvur gerir spilurum einnig kleift að búa til og nota breytingar á leiknum. Strax er búið að gera nokkra flotta svokallaða „modda“ og aðra sem líta út fyrir að vera skemmtilegir, en þjóna kannski ekki miklum tilgangi. Þar má nefna byssur sem skjóta bílum og annan modd þar sem spilarar geta kallað eftir flóðbylgju sem drekkir Los Santos.Netspilun GTA V er einhver sú skemmtilegast sem fyrirfinnst og þá sérstaklega þegar spilað er með vinunum. Allt að 30 leikmenn geta spilað á sama kortinu. Þar geta þeir rænt verslanir og fyrirtæki og gert margt fleira. Það þarf þó ekki bara að leysa verkefni og fylgja einhverjum leikkerfum eftir. Það er einnig hægt að keyra bara um götur Los Santos og skoða sig um, eða keyra aðra spilara niður. Ef það er eitthvað sem má gagnrýna GTA fyrir þá er það hve auðveldlega karakterar leiksins geta dottið um koll og hreyfigeta þeirra getur verið takmörkuð. Þeim galla er gerður skil í þessu myndbandi sem ber nafnið: Parkour all the time.Grand Theft Auto V er, eins og áður hefur komið fram, einn af bestu leikjum okkar tíma. PC útgáfan er jafnframt líklega sú eigulegasta þar sem moddar halda leiknum ferskum og bæta graffík leiksins stöðugt.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira