Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2015 12:00 Sigurður Anton hefur skrifað frá unga aldri og væntanleg er hans önnur kvikmynd í fullri lengd. Vísir/GVA „Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Webcam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí. Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd.Nýtt plakat myndarinnar, sem verður frumsýnd 8. júlí.„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gamanmynd. Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrifum. „Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlutverkinu,“ segir hann. Úr varð að Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stuttmyndinni Sól sem Sigurður skrifaði og framleiddi. „Það klikkaði einhvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“ Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævintýri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Webcam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí. Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd.Nýtt plakat myndarinnar, sem verður frumsýnd 8. júlí.„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gamanmynd. Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrifum. „Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlutverkinu,“ segir hann. Úr varð að Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stuttmyndinni Sól sem Sigurður skrifaði og framleiddi. „Það klikkaði einhvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“ Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævintýri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira