Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2015 12:00 Sigurður Anton hefur skrifað frá unga aldri og væntanleg er hans önnur kvikmynd í fullri lengd. Vísir/GVA „Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Webcam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí. Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd.Nýtt plakat myndarinnar, sem verður frumsýnd 8. júlí.„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gamanmynd. Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrifum. „Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlutverkinu,“ segir hann. Úr varð að Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stuttmyndinni Sól sem Sigurður skrifaði og framleiddi. „Það klikkaði einhvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“ Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævintýri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Webcam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí. Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd.Nýtt plakat myndarinnar, sem verður frumsýnd 8. júlí.„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gamanmynd. Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrifum. „Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlutverkinu,“ segir hann. Úr varð að Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stuttmyndinni Sól sem Sigurður skrifaði og framleiddi. „Það klikkaði einhvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“ Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævintýri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira