Á lóðréttu danssviði Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2015 11:45 Amelia Rudolph er hætt að finna fyrir ótta þegar hún stígur fram á lóðrétta sviðið með dansflokkinn sinn. Visir/Stefán Bandaríski dansflokkurinn Bandaloop hefur sérhæft sig í lóðréttum dansi þar sem sameinast danstækni, líkamlegur styrkur, fimi og klifurtækni við undirleik tónlistar í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Í anda þeirrar stefnu Listahátíðarinnar verður settur upp sérstakur aðgengispallur fyrir hreyfihamlaða á Ingólfstorgi og verður aðgengið að pallinum frá norðri og suðri en rétt að hvetja alla til þess að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir til þess að njóta sýningar þessa óvenjulega dansflokks. Amelia Rudolph, listrænn stjórnandi og stofnandi dansflokksins, hefur leitt danssýningar fram yfir ystu brún skýjakljúfa, stórbygginga og klettabjarga víða um veröldina og í dag kl. 17.30 dansa þau sig fram af brúninni í Aðalstræti 6 í hjarta Reykjavíkur.Klifrandi dansari „Ég hef verið að dansa meira og minna alla mína tíð en fyrir meira en tuttugu árum fór ég að stunda klifur og þá fór ég að pæla í lóðréttu rými sem mögulegu dansrými. Það var eiginlega upphafið að þessu,“ segir Amelia Rudolph, hæglát og brosmild kona frá Kaliforníu sem hefur farið um víða veröld með dansflokkinn sinn. „Það má eiginlega segja að þetta bæti við þriðju víddinni. Með þessu öðlumst við ákveðið frelsi sem dansarar og danshöfundar. Gerum hluti sem væru útilokaðir á hefðbundnu sviði en óneitanlega felur þetta líka í sér takmarkanir því við erum að sjálfsögðu bókstaflega bundin við brúnina og þannig með takamarkað rými. Við erum ekki frjáls undan þyngdaraflinu þó svo við ögrum því og leikum okkur að möguleikum þess og takmörkunum.“Allt eftir aðstæðum Allt frá upphafi hefur Bandaloop-hópurinn vaxið þétt enda eftirspurnin eftir svimandi glæsilegum sýningum flokksins mikil. Amelia segist vera að mestu hætt að finna til lofthræðslu eða sérstakrar spennu gagnvart sviðinu en að hver og ein sýning hafi sín sérkenni allt eftir aðstæðum hverju sinni. „Já, það er mikilvægt að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og við erum alltaf með ofuráherslu á öryggi dansaranna. Við erum búin að vera lengi á leiðinni til Íslands og því valdi ég þau þrjú verk sem verða sýnd hér af kostgæfni og eftir aðstæðum. Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að þetta er ekki loftfimleikasýning heldur dans, þó svo að upplifunin sé eflaust ansi svimandi fyrir marga. Tónlistin er þannig ákveðinn þáttur af upplifuninni, einnig búningarnir og stundum er lýsingin það líka þó að hér sé of bjart svona snemma vors til þess að lýsa sýninguna.“Fjölmenni fylgdist með lokaæfingu dansflokksins í góða verðinu í gær. Visir/ValliSímana í vasann Þau í Bandaloop-hópnum eru frumkvöðlar á þessu lóðrétta sviði dansins en fleiri hafa reyndar fylgt í kjölfarið. „Eftirspurnin er mikil og ég fagna því að það skuli fleiri vera að fást við þetta svið. Við erum að auki með annan hóp, eins konar B-dansflokk, þar sem dansararnir eru þjálfaðir upp og auk þess þá gefur það okkur möguleika á að stækka sýningar þegar við á. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að áhorfendur eru í raun hluti af sýningunni. Við sem erum að dansa skynjum upplifun þeirra og finnum meira að segja fyrir ákveðnum mun á áhorfendum eftir því hvar við erum í heiminum. Við heyrum bæði andköfin og þagnirnar og finnum vel þegar vel tekst til og við erum að ná til fólksins. Ég vil líka hvetja áhorfendur til þess að láta símana ekki spilla fyrir sér upplifuninni. Ekki horfa á sýninguna í gegnum skjáinn þótt það sé gaman að taka upp og setja á netið – gerið það þá bara stutta stund, setjið svo símann í vasann og njótið þess að upplifa. Það er miklu skemmtilegra þannig og það er nóg af myndum af okkur á netinu.“Hér fyrir neðan er myndband af æfingu hópsins á mánudag. Sýningin hefst klukkan 17.30 í dag. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bandaríski dansflokkurinn Bandaloop hefur sérhæft sig í lóðréttum dansi þar sem sameinast danstækni, líkamlegur styrkur, fimi og klifurtækni við undirleik tónlistar í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Í anda þeirrar stefnu Listahátíðarinnar verður settur upp sérstakur aðgengispallur fyrir hreyfihamlaða á Ingólfstorgi og verður aðgengið að pallinum frá norðri og suðri en rétt að hvetja alla til þess að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir til þess að njóta sýningar þessa óvenjulega dansflokks. Amelia Rudolph, listrænn stjórnandi og stofnandi dansflokksins, hefur leitt danssýningar fram yfir ystu brún skýjakljúfa, stórbygginga og klettabjarga víða um veröldina og í dag kl. 17.30 dansa þau sig fram af brúninni í Aðalstræti 6 í hjarta Reykjavíkur.Klifrandi dansari „Ég hef verið að dansa meira og minna alla mína tíð en fyrir meira en tuttugu árum fór ég að stunda klifur og þá fór ég að pæla í lóðréttu rými sem mögulegu dansrými. Það var eiginlega upphafið að þessu,“ segir Amelia Rudolph, hæglát og brosmild kona frá Kaliforníu sem hefur farið um víða veröld með dansflokkinn sinn. „Það má eiginlega segja að þetta bæti við þriðju víddinni. Með þessu öðlumst við ákveðið frelsi sem dansarar og danshöfundar. Gerum hluti sem væru útilokaðir á hefðbundnu sviði en óneitanlega felur þetta líka í sér takmarkanir því við erum að sjálfsögðu bókstaflega bundin við brúnina og þannig með takamarkað rými. Við erum ekki frjáls undan þyngdaraflinu þó svo við ögrum því og leikum okkur að möguleikum þess og takmörkunum.“Allt eftir aðstæðum Allt frá upphafi hefur Bandaloop-hópurinn vaxið þétt enda eftirspurnin eftir svimandi glæsilegum sýningum flokksins mikil. Amelia segist vera að mestu hætt að finna til lofthræðslu eða sérstakrar spennu gagnvart sviðinu en að hver og ein sýning hafi sín sérkenni allt eftir aðstæðum hverju sinni. „Já, það er mikilvægt að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og við erum alltaf með ofuráherslu á öryggi dansaranna. Við erum búin að vera lengi á leiðinni til Íslands og því valdi ég þau þrjú verk sem verða sýnd hér af kostgæfni og eftir aðstæðum. Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að þetta er ekki loftfimleikasýning heldur dans, þó svo að upplifunin sé eflaust ansi svimandi fyrir marga. Tónlistin er þannig ákveðinn þáttur af upplifuninni, einnig búningarnir og stundum er lýsingin það líka þó að hér sé of bjart svona snemma vors til þess að lýsa sýninguna.“Fjölmenni fylgdist með lokaæfingu dansflokksins í góða verðinu í gær. Visir/ValliSímana í vasann Þau í Bandaloop-hópnum eru frumkvöðlar á þessu lóðrétta sviði dansins en fleiri hafa reyndar fylgt í kjölfarið. „Eftirspurnin er mikil og ég fagna því að það skuli fleiri vera að fást við þetta svið. Við erum að auki með annan hóp, eins konar B-dansflokk, þar sem dansararnir eru þjálfaðir upp og auk þess þá gefur það okkur möguleika á að stækka sýningar þegar við á. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að áhorfendur eru í raun hluti af sýningunni. Við sem erum að dansa skynjum upplifun þeirra og finnum meira að segja fyrir ákveðnum mun á áhorfendum eftir því hvar við erum í heiminum. Við heyrum bæði andköfin og þagnirnar og finnum vel þegar vel tekst til og við erum að ná til fólksins. Ég vil líka hvetja áhorfendur til þess að láta símana ekki spilla fyrir sér upplifuninni. Ekki horfa á sýninguna í gegnum skjáinn þótt það sé gaman að taka upp og setja á netið – gerið það þá bara stutta stund, setjið svo símann í vasann og njótið þess að upplifa. Það er miklu skemmtilegra þannig og það er nóg af myndum af okkur á netinu.“Hér fyrir neðan er myndband af æfingu hópsins á mánudag. Sýningin hefst klukkan 17.30 í dag.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira