Tilviljanir sem ekki er hægt að leika eftir með stafrænu prenti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2015 10:00 Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson vilja koma upp hreyfanlegu prentverkstæði. Vísir/Ernir „Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess. Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess.
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp