Bragamál Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. maí 2015 07:00 Bragi Ólafsson hefur legið undir ámæli fyrir að skrifa bókina Bögglapóststofan að beiðni fyrirtækisins Gamma sem notaði bókina til að gefa viðskiptavinum sínum – markpóstur heitir það víst í auglýsingafræðunum. Gamma er ekki ástsælt fyrirtæki: þetta fjárfestingarfélag í eigu lífeyrissjóðanna hefur staðið í umfangsmiklum fasteignakaupum og segir sagan að það eigi ríkan þátt í að sprengja upp verð á húsnæði á eftirsóttum stöðum í Reykjavík. Þar með gerir þetta fyrirtæki því fólki sem stendur straum af lífeyrissjóðunum – almenningi – erfiðara um vik en ella að standa í húsnæðiskaupum; fyrir ungt fólk er það nánast útilokað. Þegar ég var ungur voru lífeyrissjóðslán þau hagstæðustu á markaðnum. Nú höfum við Gamma. Svona fer nú öllu fram. Fyrirtækinu virðist stjórnað af mönnum sem virka á mann eins og þeir telji sig eiga það og mega það. Bragi er hins vegar ástsæll höfundur. Hann hefur smíðað sinn sagnaheim af alúð og í öllu sem hann skrifar er sérstakur og auðþekktur tónn. Hann hefur glatt fólk með snjöllum leikritum sem hafa orðið afar vinsæl og þó að allt gangi stundum á afturfótunum í skáldsögum hans og þær séu á köflum miklir hrakfallabálkar fylgir því beinlínis vellíðan að lesa þær því að hann skrifar svo vel. Hann er mjög háttvís höfundur, undirfurðulega formfastur á köflum, fyndinn en ekki brandarakall; það er oft mjög skemmtilegt að fylgjast með þankagangi persónanna hjá honum og hann nær að lýsa ævivanda fólks þannig að maður skynjar hann og skilur hann.Með fjandann á hælunum Misskilnings hefur gætt varðandi listamannalaun í þessari umræðu. Menn hafa talað sem svo að almenningur eigi rétt á því að njóta allra þeirra verka sem verða til hjá skáldum á slíkum launum. Það er ekki rétt. Launin eru tengd vissum verkefnum, og þegar horft er á mikil afköst Braga blasir við að hann hefur skilað sínu með sóma. Þó að menn fái laun til að sinna tilteknum verkefnum er ekki þar með sagt að þeir megi ekki sinna öðrum verkefnum líka. Ég er í hópi dyggra lesenda Braga Ólafssonar en ég tel mig ekki eiga neinn sérstakan rétt á því að lesa bók hans Bögglapóststofan og ég verð að játa að ég er ekki sérstaklega hneykslaður á Braga fyrir að gera þetta: listamenn eru alltaf að vinna fyrir einhverja; margir listamenn starfa fyrir auglýsingastofur og beita hugkvæmni sinni til að hjálpa fyrirtækjum að selja varning sinn eða láta fólki líka við sig. Tónlistarfólk leyfir útvöldum að njóta listar sinnar og er þá ekki endilega að velta fyrir sér innræti hlustenda. Gamma er helsti styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitarinnar en við væntum þess samt ekki af ásláttarmeistara þar að neita slá í þríhornið á tilskildum stað í mótmælaskyni við greiðandann. Áður var helsti styrkjandi Sinfóníunnar sjálft hið illræmda FL-group. Á miðöldum voru listamenn unnvörpum í þjónustu katólsku kirkjunnar en við tengjum þá samt ekki við ýmis óhæfuverk sem framin voru í skjóli hennar. Á 19. öld lifðu skáld eins og Gröndal á því að yrkja eftir pöntunum erfiljóð þar sem þeir reyndu að kreista úr sér harminn yfir fráfalli meira og minna ókunnugs fólks. Skáldið er öðrum þræði alltaf í stöðu Ólafs Kárasonar gagnvart Pétri Þríhross eða þeim Nasa og Júst; auðvaldið vill alltaf fá aðgang að þeim töfrum sem skáldið kann að búa yfir og tengjast þeim; baða sig í þeim. Listamenn eru alltaf með fjandann á hælunum, óðan og uppvægan að ráða þá í vinnu hjá sér. Sumir freistast þá til að reyna að gera eins og Sæmundur fróði; snúa á hann og snúa hlutverkunum við.„Lýsigullið góða“ Án þess að ég viti hvað Braga gekk til ímynda ég mér að þar hafi ekki endilega legið að baki peningavon heldur kannski allt eins hitt sem dregur skáldin gjarnan inn í alls konar aðstæður: nýlundan, forvitnin; einhvers konar sköpunargleði, því að svona beiðni er óvenjuleg og um leið og skáld fá óvenjulega bón vaknar eitthvað í huga þeirra. Þetta er ekki alveg einfalt mál. Skáld vinna með hugsanir og tilfinningar. Þau hafa vissan aðgang að hugskoti lesenda sinna sem fáum veitist. Þau skáld sem kunna til verka geta skapað töfrastundir í lífi þessara lesenda þegar þau ná í skottið á eldingunni, lokið upp hólfum í vitund þeirra sem áður voru lokuð, hleypt þar öllu í bál og brand eða fyllt allt af friðsæld og unun; sem sagt: látið lesendum sínum líða einhvern veginn, vel eða illa. Þetta er vandmeðfarin trúnaðarstaða og kallar á viss heilindi. Ekki síst að stilla sig um að fara að fylla hausinn á fólki með illsku og djöfulskap, hatri og heift, skilningsleysi og dómhörku. Bragi Ólafsson hefur aldrei gerst sekur um slíkt í verkum sínum. Öðru nær. Hann má taka til sín hvatningu Stephans G. til skáldanna í ljóðinu Bragamál – og rétt að taka fram að orðið „magn“ táknar hér afl en ekki fjölda en orðið „lýsigull“ vísar til þess gulls sem lýsir af og gefur birtu: „Láttu í háttum meðan mátt / magnið hreyfa þinna ljóða / hvern þinn dýrgrip, allt sem átt! /Auð þinn snauðum heimi bjóða – / fel ei lýsigullið góða! / Ljósið þitt um lífsins nátt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Bragi Ólafsson hefur legið undir ámæli fyrir að skrifa bókina Bögglapóststofan að beiðni fyrirtækisins Gamma sem notaði bókina til að gefa viðskiptavinum sínum – markpóstur heitir það víst í auglýsingafræðunum. Gamma er ekki ástsælt fyrirtæki: þetta fjárfestingarfélag í eigu lífeyrissjóðanna hefur staðið í umfangsmiklum fasteignakaupum og segir sagan að það eigi ríkan þátt í að sprengja upp verð á húsnæði á eftirsóttum stöðum í Reykjavík. Þar með gerir þetta fyrirtæki því fólki sem stendur straum af lífeyrissjóðunum – almenningi – erfiðara um vik en ella að standa í húsnæðiskaupum; fyrir ungt fólk er það nánast útilokað. Þegar ég var ungur voru lífeyrissjóðslán þau hagstæðustu á markaðnum. Nú höfum við Gamma. Svona fer nú öllu fram. Fyrirtækinu virðist stjórnað af mönnum sem virka á mann eins og þeir telji sig eiga það og mega það. Bragi er hins vegar ástsæll höfundur. Hann hefur smíðað sinn sagnaheim af alúð og í öllu sem hann skrifar er sérstakur og auðþekktur tónn. Hann hefur glatt fólk með snjöllum leikritum sem hafa orðið afar vinsæl og þó að allt gangi stundum á afturfótunum í skáldsögum hans og þær séu á köflum miklir hrakfallabálkar fylgir því beinlínis vellíðan að lesa þær því að hann skrifar svo vel. Hann er mjög háttvís höfundur, undirfurðulega formfastur á köflum, fyndinn en ekki brandarakall; það er oft mjög skemmtilegt að fylgjast með þankagangi persónanna hjá honum og hann nær að lýsa ævivanda fólks þannig að maður skynjar hann og skilur hann.Með fjandann á hælunum Misskilnings hefur gætt varðandi listamannalaun í þessari umræðu. Menn hafa talað sem svo að almenningur eigi rétt á því að njóta allra þeirra verka sem verða til hjá skáldum á slíkum launum. Það er ekki rétt. Launin eru tengd vissum verkefnum, og þegar horft er á mikil afköst Braga blasir við að hann hefur skilað sínu með sóma. Þó að menn fái laun til að sinna tilteknum verkefnum er ekki þar með sagt að þeir megi ekki sinna öðrum verkefnum líka. Ég er í hópi dyggra lesenda Braga Ólafssonar en ég tel mig ekki eiga neinn sérstakan rétt á því að lesa bók hans Bögglapóststofan og ég verð að játa að ég er ekki sérstaklega hneykslaður á Braga fyrir að gera þetta: listamenn eru alltaf að vinna fyrir einhverja; margir listamenn starfa fyrir auglýsingastofur og beita hugkvæmni sinni til að hjálpa fyrirtækjum að selja varning sinn eða láta fólki líka við sig. Tónlistarfólk leyfir útvöldum að njóta listar sinnar og er þá ekki endilega að velta fyrir sér innræti hlustenda. Gamma er helsti styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitarinnar en við væntum þess samt ekki af ásláttarmeistara þar að neita slá í þríhornið á tilskildum stað í mótmælaskyni við greiðandann. Áður var helsti styrkjandi Sinfóníunnar sjálft hið illræmda FL-group. Á miðöldum voru listamenn unnvörpum í þjónustu katólsku kirkjunnar en við tengjum þá samt ekki við ýmis óhæfuverk sem framin voru í skjóli hennar. Á 19. öld lifðu skáld eins og Gröndal á því að yrkja eftir pöntunum erfiljóð þar sem þeir reyndu að kreista úr sér harminn yfir fráfalli meira og minna ókunnugs fólks. Skáldið er öðrum þræði alltaf í stöðu Ólafs Kárasonar gagnvart Pétri Þríhross eða þeim Nasa og Júst; auðvaldið vill alltaf fá aðgang að þeim töfrum sem skáldið kann að búa yfir og tengjast þeim; baða sig í þeim. Listamenn eru alltaf með fjandann á hælunum, óðan og uppvægan að ráða þá í vinnu hjá sér. Sumir freistast þá til að reyna að gera eins og Sæmundur fróði; snúa á hann og snúa hlutverkunum við.„Lýsigullið góða“ Án þess að ég viti hvað Braga gekk til ímynda ég mér að þar hafi ekki endilega legið að baki peningavon heldur kannski allt eins hitt sem dregur skáldin gjarnan inn í alls konar aðstæður: nýlundan, forvitnin; einhvers konar sköpunargleði, því að svona beiðni er óvenjuleg og um leið og skáld fá óvenjulega bón vaknar eitthvað í huga þeirra. Þetta er ekki alveg einfalt mál. Skáld vinna með hugsanir og tilfinningar. Þau hafa vissan aðgang að hugskoti lesenda sinna sem fáum veitist. Þau skáld sem kunna til verka geta skapað töfrastundir í lífi þessara lesenda þegar þau ná í skottið á eldingunni, lokið upp hólfum í vitund þeirra sem áður voru lokuð, hleypt þar öllu í bál og brand eða fyllt allt af friðsæld og unun; sem sagt: látið lesendum sínum líða einhvern veginn, vel eða illa. Þetta er vandmeðfarin trúnaðarstaða og kallar á viss heilindi. Ekki síst að stilla sig um að fara að fylla hausinn á fólki með illsku og djöfulskap, hatri og heift, skilningsleysi og dómhörku. Bragi Ólafsson hefur aldrei gerst sekur um slíkt í verkum sínum. Öðru nær. Hann má taka til sín hvatningu Stephans G. til skáldanna í ljóðinu Bragamál – og rétt að taka fram að orðið „magn“ táknar hér afl en ekki fjölda en orðið „lýsigull“ vísar til þess gulls sem lýsir af og gefur birtu: „Láttu í háttum meðan mátt / magnið hreyfa þinna ljóða / hvern þinn dýrgrip, allt sem átt! /Auð þinn snauðum heimi bjóða – / fel ei lýsigullið góða! / Ljósið þitt um lífsins nátt.“
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun