Með gítarinn í Asíu Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 12:30 Ögmundur Þór Jóhannesson stendur fyrir Midnight Sun Guitar Festival ásamt félaga sínum, Svani Vilbergssyni. Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp