Með myndadellu frá því ég var krakki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2015 10:30 ?Ég hef sett mér það markmið að reyna að búa til eina grafíkmynd á mánuði og mér tekst það,? segir Tryggvi. Vísir/GVA ?Já, ég er að opna sýningu eina ferðina enn. Þær eru orðnar nálægt áttatíu. Milli þrjátíu og fjörutíu hér á landi og álíka margar í Danmörku,? segir Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður um sýningu sem hann er að opna í Galleríi Fold í dag. Hún heitir Ný grafík enda eru þar eingöngu grafíkmyndir frá tveimur síðustu árum, að sögn listamannsins. ?Ég hef sett mér það markmið að reyna að búa til eina grafíkmynd á mánuði og mér tekst það. Fyrir aumingja, þá er það gott.? Hér er hann að vísa til þess að hann hefur ekki fulla starfsorku og er bundinn hjólastól. ?Ég datt og hálsbraut mig. Bara úti á svölum heima hjá mér í Kaupmannahöfn,? útskýrir hann. ?Frúin mín, hún Gerður, var sem betur fór heima, annars er ekkert víst að ég væri á lífi en eftir þetta slys fluttum við heim til Íslands.? Tryggvi segist ekkert vita hvaðan hann hafi listfengið. ?Ég er bara fæddur með þessa myndadellu, hún hefur fylgt mér síðan ég var smákrakki, ég sökkti mér í að skoða myndir, bækur og bæklinga og þegar ég ferðast er ég alltaf að skoða söfn og kirkjur.? Tryggvi verður 75 ára í sumar og hefur málað í 60 ár. Hann ólst upp á Norðfirði til sextán ára aldurs. ?Ég málaði fjöllin og skipin eins og allir strákar úti á landi,? segir hann en kveðst þó ekki eiga margar slíkar myndir heldur vera búinn að gefa þær allar. Það beinir huganum að höfðinglegri gjöf hans á sumardaginn fyrsta er hann afhenti borgarstjóranum 210 myndir, tvær til handa hverjum grunn- og leikskóla borgarinnar. Með því vildi hann tryggja að börn hefðu myndlist fyrir augunum í skólunum. Sjálfur naut hann ekki slíks munaðar. ?Það var ekki ein einasta mynd í skólunum á Norðfirði þegar ég var þar, hvorki barnaskólanum né gagnfræðaskólanum,? minnist hann og finnst svona gjöf ekkert tiltökumál. ?Ég er búinn að gefa fleiri hundruð myndir um dagana,? segir hann. ?Það hefur alltaf verið mín skoðun að þeir eigi að gefa sem eiga. Hef alltaf verið sósíalisti.? Þegar ég spyr Tryggva hvort ég megi ekki senda til hans ljósmyndara svo við getum myndskreytt þetta viðtal svarar hann: ?Jú, ætli það ekki, þó ég hati að vera myndaður. Mér finnst það alltaf vera eins og að vera fermdur upp á nýtt!? Sýningin hans Tryggva, Ný grafík, verður opnuð í Galleríi Fold, Rauðarárstíg, í dag, 1. maí, milli klukkan 15 og 17. Þar verður vínglas og músík og allir velkomnir. Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
?Já, ég er að opna sýningu eina ferðina enn. Þær eru orðnar nálægt áttatíu. Milli þrjátíu og fjörutíu hér á landi og álíka margar í Danmörku,? segir Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður um sýningu sem hann er að opna í Galleríi Fold í dag. Hún heitir Ný grafík enda eru þar eingöngu grafíkmyndir frá tveimur síðustu árum, að sögn listamannsins. ?Ég hef sett mér það markmið að reyna að búa til eina grafíkmynd á mánuði og mér tekst það. Fyrir aumingja, þá er það gott.? Hér er hann að vísa til þess að hann hefur ekki fulla starfsorku og er bundinn hjólastól. ?Ég datt og hálsbraut mig. Bara úti á svölum heima hjá mér í Kaupmannahöfn,? útskýrir hann. ?Frúin mín, hún Gerður, var sem betur fór heima, annars er ekkert víst að ég væri á lífi en eftir þetta slys fluttum við heim til Íslands.? Tryggvi segist ekkert vita hvaðan hann hafi listfengið. ?Ég er bara fæddur með þessa myndadellu, hún hefur fylgt mér síðan ég var smákrakki, ég sökkti mér í að skoða myndir, bækur og bæklinga og þegar ég ferðast er ég alltaf að skoða söfn og kirkjur.? Tryggvi verður 75 ára í sumar og hefur málað í 60 ár. Hann ólst upp á Norðfirði til sextán ára aldurs. ?Ég málaði fjöllin og skipin eins og allir strákar úti á landi,? segir hann en kveðst þó ekki eiga margar slíkar myndir heldur vera búinn að gefa þær allar. Það beinir huganum að höfðinglegri gjöf hans á sumardaginn fyrsta er hann afhenti borgarstjóranum 210 myndir, tvær til handa hverjum grunn- og leikskóla borgarinnar. Með því vildi hann tryggja að börn hefðu myndlist fyrir augunum í skólunum. Sjálfur naut hann ekki slíks munaðar. ?Það var ekki ein einasta mynd í skólunum á Norðfirði þegar ég var þar, hvorki barnaskólanum né gagnfræðaskólanum,? minnist hann og finnst svona gjöf ekkert tiltökumál. ?Ég er búinn að gefa fleiri hundruð myndir um dagana,? segir hann. ?Það hefur alltaf verið mín skoðun að þeir eigi að gefa sem eiga. Hef alltaf verið sósíalisti.? Þegar ég spyr Tryggva hvort ég megi ekki senda til hans ljósmyndara svo við getum myndskreytt þetta viðtal svarar hann: ?Jú, ætli það ekki, þó ég hati að vera myndaður. Mér finnst það alltaf vera eins og að vera fermdur upp á nýtt!? Sýningin hans Tryggva, Ný grafík, verður opnuð í Galleríi Fold, Rauðarárstíg, í dag, 1. maí, milli klukkan 15 og 17. Þar verður vínglas og músík og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira