Maístjörnuvæðum vinnulaunin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. maí 2015 07:00 Fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Svo lýkur einu ástsælasta kvæði okkar sem þetta land byggja og þau eru ófá sem hafa sungið það í gegnum tíðina. Það er orðið svo samgróið okkur að langflest höfum við gleymt tilurð þess. Það birtist fyrst á þessum degi árið 1937 og var ort til verkalýðsins, sem þekkti tungutakið vel. Einingarband samstöðunnar, vetur hins vinnandi manns er að baki, maísólin – sól verkalýðsins sem rís hæst á 1. maí – er á næsta leiti og fáni framtíðarlands verkalýðsins blaktir við hún. Uppruni kvæðisins er okkur svo fjarri að þessi sósíalíski söngur ómar á samkundum fólks sem mundi aldrei kalla sig sósíalískt og það heyrist í jarðarförum frjálshyggjumanna. Kvæðið er orðið svo sjálfsagður hluti okkar vitundar að tilefni yrkingar þess, og raunar sjálft efni þess, skiptir ekki máli. Það er kannski verið að teygja sig í yfirfærslum en það er erfitt að velta því ekki fyrir sér hvers vegna svo sjálfsagðar kröfur eins og það að fá nægilega há laun fyrir vinnu sína til að hægt sé, með góðu móti, að lifa af eru ekki jafn sjálfsagður hluti af vitund okkar og kvæðið góða. Hvernig stendur á því að það þarf að velta sér mikið upp úr því hvort fólk eigi að fá mannsæmandi laun? Jú, segir einhver, verðbólgan, maður minn, verðbólgan. Og já, verðbólgudrauginn er erfitt að kveða niður og eins og Pétur Gunnarsson orti um fyrir Hrekkjusvín þá étur verðbólgan litlu börnin sín. En ef það er ekki hægt að hanna samfélagsgerð þannig að það að fólk fái laun sem hægt er að lifa af setji ekki allt á hliðina – tja, þá erum við í frekar vondum málum. Kannski er reyndin sú að það er hægt, við höfum bara aldrei gert það. Er óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort það ætti ekki einfaldlega að vera fyrsta hugsun allra sem að stjórnmálum koma að allir, sama í hvaða stétt þeir eru, geti lifað sómasamlegu lífi? Það ætti að ríma jafnt við sósíalíska jafnaðarstefnu, sem og hreinræktuðustu frjálshyggju, því þeir sem geta séð um sig sjálfir verða jú sjálfstæðir, meiri peningar komast í umferð og hvað það er nú sem hagfræðin segir okkur að sé gott. Fyrir nú utan það, sem er reyndar aðalatriðið, að velferð fólks er þannig betur borgið. Fjármálaráðherra hefur nýverið sagt að kannski sé kominn of mikill jöfnuður í íslenskt samfélag. Um það má eflaust deila, eins og allt á milli himins og jarðar, en það eru ekki nema um 40 ár síðan lagt var til á Alþingi Íslendinga að hæstu laun í landinu mættu ekki vera hærri en svo að þau væru tvöföld lægstu launin. Kannski er það ekki leiðin heldur. En eitthvað þarf að gera til þess að á hverju ári sé ekki sú sjálfsagða krafa höfð uppi sem útópískt baráttumál að fólk geti lifað af laununum sínum. Sú krafa þarf að verða eins og Maístjarnan, eitthvað sem eitt sinn var þrungið pólitískri merkingu en er sjálfsagður hlutur í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. Svo lýkur einu ástsælasta kvæði okkar sem þetta land byggja og þau eru ófá sem hafa sungið það í gegnum tíðina. Það er orðið svo samgróið okkur að langflest höfum við gleymt tilurð þess. Það birtist fyrst á þessum degi árið 1937 og var ort til verkalýðsins, sem þekkti tungutakið vel. Einingarband samstöðunnar, vetur hins vinnandi manns er að baki, maísólin – sól verkalýðsins sem rís hæst á 1. maí – er á næsta leiti og fáni framtíðarlands verkalýðsins blaktir við hún. Uppruni kvæðisins er okkur svo fjarri að þessi sósíalíski söngur ómar á samkundum fólks sem mundi aldrei kalla sig sósíalískt og það heyrist í jarðarförum frjálshyggjumanna. Kvæðið er orðið svo sjálfsagður hluti okkar vitundar að tilefni yrkingar þess, og raunar sjálft efni þess, skiptir ekki máli. Það er kannski verið að teygja sig í yfirfærslum en það er erfitt að velta því ekki fyrir sér hvers vegna svo sjálfsagðar kröfur eins og það að fá nægilega há laun fyrir vinnu sína til að hægt sé, með góðu móti, að lifa af eru ekki jafn sjálfsagður hluti af vitund okkar og kvæðið góða. Hvernig stendur á því að það þarf að velta sér mikið upp úr því hvort fólk eigi að fá mannsæmandi laun? Jú, segir einhver, verðbólgan, maður minn, verðbólgan. Og já, verðbólgudrauginn er erfitt að kveða niður og eins og Pétur Gunnarsson orti um fyrir Hrekkjusvín þá étur verðbólgan litlu börnin sín. En ef það er ekki hægt að hanna samfélagsgerð þannig að það að fólk fái laun sem hægt er að lifa af setji ekki allt á hliðina – tja, þá erum við í frekar vondum málum. Kannski er reyndin sú að það er hægt, við höfum bara aldrei gert það. Er óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort það ætti ekki einfaldlega að vera fyrsta hugsun allra sem að stjórnmálum koma að allir, sama í hvaða stétt þeir eru, geti lifað sómasamlegu lífi? Það ætti að ríma jafnt við sósíalíska jafnaðarstefnu, sem og hreinræktuðustu frjálshyggju, því þeir sem geta séð um sig sjálfir verða jú sjálfstæðir, meiri peningar komast í umferð og hvað það er nú sem hagfræðin segir okkur að sé gott. Fyrir nú utan það, sem er reyndar aðalatriðið, að velferð fólks er þannig betur borgið. Fjármálaráðherra hefur nýverið sagt að kannski sé kominn of mikill jöfnuður í íslenskt samfélag. Um það má eflaust deila, eins og allt á milli himins og jarðar, en það eru ekki nema um 40 ár síðan lagt var til á Alþingi Íslendinga að hæstu laun í landinu mættu ekki vera hærri en svo að þau væru tvöföld lægstu launin. Kannski er það ekki leiðin heldur. En eitthvað þarf að gera til þess að á hverju ári sé ekki sú sjálfsagða krafa höfð uppi sem útópískt baráttumál að fólk geti lifað af laununum sínum. Sú krafa þarf að verða eins og Maístjarnan, eitthvað sem eitt sinn var þrungið pólitískri merkingu en er sjálfsagður hlutur í dag.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun