Hrakspár rætast Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Kostnaðurinn við kjördæmapot endurspeglast í Vaðlaheiðargöngum þar sem skellt var skollaeyrum við allri gagnrýni og framkvæmdin rifin fram fyrir í röð slíkra framkvæmda hjá Vegagerðinni. Núna eru rétt um þrjú ár síðan Alþingi gaf því græna ljósið, eftir miklar og þverpólitískar deilur um framkvæmdina, að haldið yrði af stað með verkefnið í gervi einkaframkvæmdar með ríkisábyrgð. Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eiga að verða um 7,5 kílómetra löng milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Með þeim átti að stytta vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra og losna um leið við að fara um Víkurskarð sem gjarnan er þungfært að vetrarlagi. Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið í árslok 2016. Vatnsagi í göngunum, sjóðandi heitt öðrum megin og kalt hinum megin, hefur þegar tafið framkvæmdina um fimm mánuði. Ekki sér fyrir endann á töfinni. Í Fréttablaðinu var um helgina rætt við einn þeirra sem vöruðu við framkvæmdinni, en Pálmi Kristinsson verkfræðingur vann og birti sjálfstæða úttekt á forsendum framkvæmdarinnar í árslok 2011. Benti hann á að líkur væru á að milljarðakostnaður myndi á endanum falla á ríkissjóð vegna framkvæmdarinnar. „Því miður virðist þetta ætla að vera dekkra dæmi en ég sá fyrir,“ segir hann nú. Í úttekt sinni þá taldi hann að gera mætti ráð fyrir að framkvæmdin færi 15 prósent fram úr áætlun, sem er ríflega helmingi meira framúrskot en Alþingi gerði ráð fyrir þegar ríkisábyrgð var gefin á framkvæmdina. Núna þykir ljóst að framúrkeyrsla frá upphaflegri áætlun verði ekki undir 17 prósentum, líkt og gerst hafi í tilviki Héðinsfjarðarganga á sínum tíma. Sú framúrkeyrsla kann að vera bjartsýnisspá og kostnaður skattgreiðenda talinn í milljörðum. Í Spegli RÚV var í gær rætt við doktor Þórð Víking Friðgeirsson, verkfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík, um rannsakað hefur framkvæmd Vaðlaheiðarganga og borið vinnubrögðin saman við það sem gerist í öðrum löndum. Fram kom í máli hans að hefðu Vaðlaheiðargöng verið norsk framkvæmd og undirbúningurinn í samræmi við norskar stjórnsýslureglur og viðmið þá hefðu verið sáralitlar líkur á að norska þingið hefði samþykkt þátttöku ríkisins í framkvæmdinni. „Alþingi samþykkti kostnaðarþátttöku ríkisins í göngunum þótt fyrir lægju skýrslur sem stönguðust gjörsamlega á og tvær þingnefndir hefðu komist að gjörólíkri niðurstöðu,“ rifjaði Spegillinn upp. Líklega er óhófleg bjartsýni að gera ráð fyrir að stjórnmálamenn þessa lands læri eitthvað af þessari hörmungarsögu sem áfram vindur. Fólk er jú bara mannlegt og í eðli þess að vera bjartsýnt og horfa frekar til bjartra hliða en dökkra í áætlanagerð, líkt og Þórður Víkingur benti á í umfjöllun Spegilsins. Ráðið er því væntanlega að bæta umgjörðina, eða skorðurnar, sem stjórnmálamönnum eru settar við svona flumbrugangi. Þannig væri kannski ráð að taka upp einhverjar þær vinnureglur sem viðhafðar eru hjá frændum okkar í Noregi. Þá gæti örugglega verið til bóta að gera landið allt að einu kjördæmi og létta þannig af einhverjum þeim kjördæmaþrýstingi sem klárlega varð til þess að rugla menn í ríminu í tilviki Vaðlaheiðarganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Samið um gerð Vaðlaheiðarganga Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. 2. febrúar 2013 17:46 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Lánasamningurinn undirritaður Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. 30. nóvember 2012 20:33 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. 12. desember 2012 14:01 Ríkið samþykkir níu milljarða lán fyrir Vaðlaheiðargöngum Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. 2. desember 2012 13:48 Samið um verkeftirlit með Vaðlaheiðargöngum. Í dag var undirritaður samningur milli Vaðlaheiðarganga hf og EFLU verkfræðistofu um verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga. 1. febrúar 2013 19:24 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Kostnaðurinn við kjördæmapot endurspeglast í Vaðlaheiðargöngum þar sem skellt var skollaeyrum við allri gagnrýni og framkvæmdin rifin fram fyrir í röð slíkra framkvæmda hjá Vegagerðinni. Núna eru rétt um þrjú ár síðan Alþingi gaf því græna ljósið, eftir miklar og þverpólitískar deilur um framkvæmdina, að haldið yrði af stað með verkefnið í gervi einkaframkvæmdar með ríkisábyrgð. Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eiga að verða um 7,5 kílómetra löng milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Með þeim átti að stytta vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra og losna um leið við að fara um Víkurskarð sem gjarnan er þungfært að vetrarlagi. Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið í árslok 2016. Vatnsagi í göngunum, sjóðandi heitt öðrum megin og kalt hinum megin, hefur þegar tafið framkvæmdina um fimm mánuði. Ekki sér fyrir endann á töfinni. Í Fréttablaðinu var um helgina rætt við einn þeirra sem vöruðu við framkvæmdinni, en Pálmi Kristinsson verkfræðingur vann og birti sjálfstæða úttekt á forsendum framkvæmdarinnar í árslok 2011. Benti hann á að líkur væru á að milljarðakostnaður myndi á endanum falla á ríkissjóð vegna framkvæmdarinnar. „Því miður virðist þetta ætla að vera dekkra dæmi en ég sá fyrir,“ segir hann nú. Í úttekt sinni þá taldi hann að gera mætti ráð fyrir að framkvæmdin færi 15 prósent fram úr áætlun, sem er ríflega helmingi meira framúrskot en Alþingi gerði ráð fyrir þegar ríkisábyrgð var gefin á framkvæmdina. Núna þykir ljóst að framúrkeyrsla frá upphaflegri áætlun verði ekki undir 17 prósentum, líkt og gerst hafi í tilviki Héðinsfjarðarganga á sínum tíma. Sú framúrkeyrsla kann að vera bjartsýnisspá og kostnaður skattgreiðenda talinn í milljörðum. Í Spegli RÚV var í gær rætt við doktor Þórð Víking Friðgeirsson, verkfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík, um rannsakað hefur framkvæmd Vaðlaheiðarganga og borið vinnubrögðin saman við það sem gerist í öðrum löndum. Fram kom í máli hans að hefðu Vaðlaheiðargöng verið norsk framkvæmd og undirbúningurinn í samræmi við norskar stjórnsýslureglur og viðmið þá hefðu verið sáralitlar líkur á að norska þingið hefði samþykkt þátttöku ríkisins í framkvæmdinni. „Alþingi samþykkti kostnaðarþátttöku ríkisins í göngunum þótt fyrir lægju skýrslur sem stönguðust gjörsamlega á og tvær þingnefndir hefðu komist að gjörólíkri niðurstöðu,“ rifjaði Spegillinn upp. Líklega er óhófleg bjartsýni að gera ráð fyrir að stjórnmálamenn þessa lands læri eitthvað af þessari hörmungarsögu sem áfram vindur. Fólk er jú bara mannlegt og í eðli þess að vera bjartsýnt og horfa frekar til bjartra hliða en dökkra í áætlanagerð, líkt og Þórður Víkingur benti á í umfjöllun Spegilsins. Ráðið er því væntanlega að bæta umgjörðina, eða skorðurnar, sem stjórnmálamönnum eru settar við svona flumbrugangi. Þannig væri kannski ráð að taka upp einhverjar þær vinnureglur sem viðhafðar eru hjá frændum okkar í Noregi. Þá gæti örugglega verið til bóta að gera landið allt að einu kjördæmi og létta þannig af einhverjum þeim kjördæmaþrýstingi sem klárlega varð til þess að rugla menn í ríminu í tilviki Vaðlaheiðarganga.
Samið um gerð Vaðlaheiðarganga Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. 2. febrúar 2013 17:46
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Lánasamningurinn undirritaður Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. 30. nóvember 2012 20:33
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01
Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. 12. desember 2012 14:01
Ríkið samþykkir níu milljarða lán fyrir Vaðlaheiðargöngum Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. 2. desember 2012 13:48
Samið um verkeftirlit með Vaðlaheiðargöngum. Í dag var undirritaður samningur milli Vaðlaheiðarganga hf og EFLU verkfræðistofu um verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga. 1. febrúar 2013 19:24
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun