Eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2015 13:45 "Núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar,“ segir Guðrún um konurnar fimmtán sem eru í fókus á sýningunni í Borgarnesi. „Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi. Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi.
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira