Teip og WD-40 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2015 12:00 Von er á frumvörpum um verðtryggingu í haust. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Þannig verður vægi óverðtryggðra lána aukið á kostnað verðtryggðra. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu einhvers konar fikti við verðtrygginguna fyrir kosningar. Framsókn vildi afnám en Sjálfstæðisflokkurinn vildi minnka almenna notkun á verðtryggðum lánum og tryggja val fólks á ólíkum kostum. Þannig lagði Framsóknarflokkurinn á það áherslu að afnema verðtrygginguna alfarið, ekki aðeins á neytendalán eins og lagt er upp með í boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í gær í ræðustóli á Alþingi af allan vafa um að markmið flokksins sé að afnema verðtrygginguna í heild sinni, um væri að ræða fyrsta skrefið í þá átt með þessum frumvörpum fjármálaráðherra. Bjarni hins vegar hafði sérstaklega tekið fram að uppleggið hefði ekki verið afnám verðtryggingar. Ef litið er fram hjá því hversu ótraustvekjandi það er að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tali svo mikið út og suður liggur fyrir að takmark þeirra hlýtur að vera sameiginlegt. Að reyna að tryggja eftir föngum að Íslendingar búi hér við eðlileg lánakjör og skipta áhættunni á sanngjarnan hátt á milli lánveitenda og lántaka. Það verður ekki gert með því að afnema eða takmarka verðtryggingu. Verðtrygging er sjúkdómseinkenni sem felst í smáum og óstöðugum gjaldmiðli og takmarkaðri tiltrú á peningastefnu. Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Það er því undarlegt þegar þeir sem hvað helst tala fyrir því að Íslandi eigi að halda áfram að búa við krónuna leggja til afnám verðtryggingar. Lánveitendur munu ekki vilja lána til langs tíma í íslenskri krónu nema að það sé tryggt að þeir fái peningana sína til baka í jafn verðmætum krónum og lánað var í. Hærri vextir – okurvextir – gætu þá tekið við sem einhvers konar verðtrygging sem lántakendum stæði til boða. Segjum sem svo að Framsóknarflokkurinn láti af því verða að banna verðtryggð lán. Búast má við venjulegu íslensku verðbólguskoti á einhverjum tímapunkti, sem bankarnir munu mæta með því að hækka vexti sem nemur verðbólguskotinu. Lántakendur sem þurfa að greiða þessa háu vexti munu auðvitað vilja dreifa þessum hækkuðu vaxtagreiðslum á það sem eftir lifir lánstímans. Sem er nákvæmlega það sem verðtryggingin gerir – en hún er þá orðin óheimil. Það er engin leið að losna við verðtrygginguna án þess að skipta um gjaldmiðil. Fyrr fæst ekki sá stöðugleiki sem er grundvöllur til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allt tal um annað er eins og að teipa saman gamla lélega bílinn og úða á hann WD-40 til að þvinga hann í gegnum skoðun. Það liggur fyrir að hann er lélegur og ónothæfur. Hann er hættulegur í umferðinni. Og til langs tíma litið margborgar það sig að kaupa frekar nýjan. Lausnin er nýr gjaldmiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun
Von er á frumvörpum um verðtryggingu í haust. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær. Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Þannig verður vægi óverðtryggðra lána aukið á kostnað verðtryggðra. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu einhvers konar fikti við verðtrygginguna fyrir kosningar. Framsókn vildi afnám en Sjálfstæðisflokkurinn vildi minnka almenna notkun á verðtryggðum lánum og tryggja val fólks á ólíkum kostum. Þannig lagði Framsóknarflokkurinn á það áherslu að afnema verðtrygginguna alfarið, ekki aðeins á neytendalán eins og lagt er upp með í boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í gær í ræðustóli á Alþingi af allan vafa um að markmið flokksins sé að afnema verðtrygginguna í heild sinni, um væri að ræða fyrsta skrefið í þá átt með þessum frumvörpum fjármálaráðherra. Bjarni hins vegar hafði sérstaklega tekið fram að uppleggið hefði ekki verið afnám verðtryggingar. Ef litið er fram hjá því hversu ótraustvekjandi það er að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tali svo mikið út og suður liggur fyrir að takmark þeirra hlýtur að vera sameiginlegt. Að reyna að tryggja eftir föngum að Íslendingar búi hér við eðlileg lánakjör og skipta áhættunni á sanngjarnan hátt á milli lánveitenda og lántaka. Það verður ekki gert með því að afnema eða takmarka verðtryggingu. Verðtrygging er sjúkdómseinkenni sem felst í smáum og óstöðugum gjaldmiðli og takmarkaðri tiltrú á peningastefnu. Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Það er því undarlegt þegar þeir sem hvað helst tala fyrir því að Íslandi eigi að halda áfram að búa við krónuna leggja til afnám verðtryggingar. Lánveitendur munu ekki vilja lána til langs tíma í íslenskri krónu nema að það sé tryggt að þeir fái peningana sína til baka í jafn verðmætum krónum og lánað var í. Hærri vextir – okurvextir – gætu þá tekið við sem einhvers konar verðtrygging sem lántakendum stæði til boða. Segjum sem svo að Framsóknarflokkurinn láti af því verða að banna verðtryggð lán. Búast má við venjulegu íslensku verðbólguskoti á einhverjum tímapunkti, sem bankarnir munu mæta með því að hækka vexti sem nemur verðbólguskotinu. Lántakendur sem þurfa að greiða þessa háu vexti munu auðvitað vilja dreifa þessum hækkuðu vaxtagreiðslum á það sem eftir lifir lánstímans. Sem er nákvæmlega það sem verðtryggingin gerir – en hún er þá orðin óheimil. Það er engin leið að losna við verðtrygginguna án þess að skipta um gjaldmiðil. Fyrr fæst ekki sá stöðugleiki sem er grundvöllur til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allt tal um annað er eins og að teipa saman gamla lélega bílinn og úða á hann WD-40 til að þvinga hann í gegnum skoðun. Það liggur fyrir að hann er lélegur og ónothæfur. Hann er hættulegur í umferðinni. Og til langs tíma litið margborgar það sig að kaupa frekar nýjan. Lausnin er nýr gjaldmiðill.