Ævintýri um alla borg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 13:30 Strengjahópur í Tónskóla Sigursveins að æfa upphafsatriði Barnamenningarhátíðarinnar 2015. Vísir/Stefán Öllum fjórða bekkjar börnum úr grunnskólum Reykjavíkur, um 1.550 talsins, er boðið á opnunarhátíð Barnamenningarhátíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu sem hefst klukkan 11 á morgun, 21. apríl. Þar býður Íslenski dansflokkurinn börnum úr Klettaskóla í dans áður en Dagur Eggertsson borgarstjóri ávarpar gesti. Eftir meiri dans leikur fiðlusveit Tónskóla Sigursveins lög úr James Bond-myndum og Mamma Mia og síðan stígur Salka Sól á svið og syngur lagið Það sem skiptir mestu máli, sem einmitt 4. bekkjar börnin áttu stóran þátt í að semja textann við.Nemendur í 4. og 5. bekk Ingunnarskóla í Grafarholti hafa unnið listaverk í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það nefnist 100 börn – 100 ár - 1000 ára saga. Verkið verður sýnt í Þjóðminjasafninu.Upp úr hádeginu eiga leikskólabörnin sviðið í Eldborg er þau frumflytja, ásamt forskólanemendum Tónskóla Sigursveins, gullfalleg lög Tryggva M. Baldvinssonar við undirleik atvinnutónlistarmanna. Sú dagskrá nefnist Ég fæddist í landi sem lifir. Allir eru velkomnir á þann viðburð. Upptakturinn er frumflutningur verka sem ungt fólk samdi með aðstoð tónskálda og leikin eru af listamönnum. Hann hefst klukkan 17 á morgun í Kaldalóni í Hörpu og í sama sal, sama dag, verður Drullumall – unglingatónleikar frístundamiðstöðvarinnar Kamps sem hefjast klukkan 19.30 og standa til 22. Assitej Ísland setur sviðslistahátíð fyrir börn í Ráðhúsi Reykjavíkur með litríkri opnunarathöfn klukkan 16.30 á morgun. Þaðan verður gengið yfir í Tjarnarbíó sem verður miðstöð sviðslistahátíðarinnar.Danssýningin Rauðhetta verður í Tjarnarbíói á miðvikudaginn í meðförum franska dansleikhópsins Cie Divergences. Sýningin er hluti af Sviðslistahátíð ASSITEJ og er ætluð fyrir áhorfendur frá sjö ára aldri.Í Iðnó verður starfrækt barnamenningarhús næstu daga undir nafninu Ævintýrahöllin. Þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og Ráðhús Reykjavíkur setur upp þrjár spennandi listasýningar. Leikskólar borgarinnar, RÚV, Sjóminjasafnið, Laugarnesskóli, Félagsmiðstöðin Dregyn í Grafarvogi, Myndlistarskóli Reykjavíkur, Laugardalslaugin og Sambíóin Álfabakka eru meðal þeirra sem bjóða hinu mikilvæga fólki á aldrinum tveggja til sextán ára upp á eitthvað skemmtilegt í vikunni í tilefni hátíðarinnar. Borgarbókasafnið og Listasafn Íslands láta heldur ekki sitt eftir liggja heldur verða með ótal viðburði. Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Öllum fjórða bekkjar börnum úr grunnskólum Reykjavíkur, um 1.550 talsins, er boðið á opnunarhátíð Barnamenningarhátíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu sem hefst klukkan 11 á morgun, 21. apríl. Þar býður Íslenski dansflokkurinn börnum úr Klettaskóla í dans áður en Dagur Eggertsson borgarstjóri ávarpar gesti. Eftir meiri dans leikur fiðlusveit Tónskóla Sigursveins lög úr James Bond-myndum og Mamma Mia og síðan stígur Salka Sól á svið og syngur lagið Það sem skiptir mestu máli, sem einmitt 4. bekkjar börnin áttu stóran þátt í að semja textann við.Nemendur í 4. og 5. bekk Ingunnarskóla í Grafarholti hafa unnið listaverk í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það nefnist 100 börn – 100 ár - 1000 ára saga. Verkið verður sýnt í Þjóðminjasafninu.Upp úr hádeginu eiga leikskólabörnin sviðið í Eldborg er þau frumflytja, ásamt forskólanemendum Tónskóla Sigursveins, gullfalleg lög Tryggva M. Baldvinssonar við undirleik atvinnutónlistarmanna. Sú dagskrá nefnist Ég fæddist í landi sem lifir. Allir eru velkomnir á þann viðburð. Upptakturinn er frumflutningur verka sem ungt fólk samdi með aðstoð tónskálda og leikin eru af listamönnum. Hann hefst klukkan 17 á morgun í Kaldalóni í Hörpu og í sama sal, sama dag, verður Drullumall – unglingatónleikar frístundamiðstöðvarinnar Kamps sem hefjast klukkan 19.30 og standa til 22. Assitej Ísland setur sviðslistahátíð fyrir börn í Ráðhúsi Reykjavíkur með litríkri opnunarathöfn klukkan 16.30 á morgun. Þaðan verður gengið yfir í Tjarnarbíó sem verður miðstöð sviðslistahátíðarinnar.Danssýningin Rauðhetta verður í Tjarnarbíói á miðvikudaginn í meðförum franska dansleikhópsins Cie Divergences. Sýningin er hluti af Sviðslistahátíð ASSITEJ og er ætluð fyrir áhorfendur frá sjö ára aldri.Í Iðnó verður starfrækt barnamenningarhús næstu daga undir nafninu Ævintýrahöllin. Þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og Ráðhús Reykjavíkur setur upp þrjár spennandi listasýningar. Leikskólar borgarinnar, RÚV, Sjóminjasafnið, Laugarnesskóli, Félagsmiðstöðin Dregyn í Grafarvogi, Myndlistarskóli Reykjavíkur, Laugardalslaugin og Sambíóin Álfabakka eru meðal þeirra sem bjóða hinu mikilvæga fólki á aldrinum tveggja til sextán ára upp á eitthvað skemmtilegt í vikunni í tilefni hátíðarinnar. Borgarbókasafnið og Listasafn Íslands láta heldur ekki sitt eftir liggja heldur verða með ótal viðburði.
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp