Á þetta að vera fyndið? Atli Fannar Bjarkason skrifar 16. apríl 2015 07:00 30 Rock er á meðal bestu grínþátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að. Mann langar að hlæja að öllu en 20 mínútur af samfelldum hlátri geta ekki verið hollar, þó mýtunni um að hláturinn lengi lífið sé enn haldið á lofti af hagsmunaaðilum (grínistum, hláturjógakennurum o.s.frv.). Í einum þætti spyr aðalpersóna þáttanna, hin stórkostlega Liz Lemon, yfirmann sinn, Jack Donaghy, hvort hann komi öðruvísi fram við hana vegna þess að hún er kona. Jack segist ekki gera það að öðru leyti en að borga henni örlítið minna en öðrum. Stórkostlegur brandari; hárbeittur og afhjúpandi um samfélagslega meinið sem launamunur kynjanna er. Það er hins vegar auðvelt að hlæja að brandaranum á allt öðrum forsendum. T.d. ef einhverjum finnst hreinlega fyndið að konur fái minna borgað en karlar fyrir sömu vinnu. Ég þykist vita að Tina Fey, skapari þáttanna og yfirlýstur femínisti, hafi með brandaranum viljað benda á misréttið en það er samt aldrei hægt að tryggja að allir skilji brandarana eins. Áður en atriðið var tekið upp stóð hún því frammi fyrir tveimur kostum: Að taka sénsinn. Segja brandarann í von um að flestir skilji hann og sætta sig við þá sem misskilja hann fullkomlega. Eða sleppa því að segja hann. Blessunarlega valdi hún fyrri kostinn. Stundum sé ég fólk hneykslast á gríni og segja að það megi alls ekki grínast með þetta og hitt. En þegar eitthvað „má ekki“ hætta forsendur og samhengi að skipta máli. Og þetta snýst einmitt um það. Það myndi til dæmis ekki leysa neinn vanda að taka lyklaborðið af virkum í athugasemdum. Þess vegna ætti eina reglan um grín að vera að það sé fyndið. Og viðurlögin við broti á þessari allsherjarreglu yrðu þá verðskulduð og auðmýkjandi þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun
30 Rock er á meðal bestu grínþátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að. Mann langar að hlæja að öllu en 20 mínútur af samfelldum hlátri geta ekki verið hollar, þó mýtunni um að hláturinn lengi lífið sé enn haldið á lofti af hagsmunaaðilum (grínistum, hláturjógakennurum o.s.frv.). Í einum þætti spyr aðalpersóna þáttanna, hin stórkostlega Liz Lemon, yfirmann sinn, Jack Donaghy, hvort hann komi öðruvísi fram við hana vegna þess að hún er kona. Jack segist ekki gera það að öðru leyti en að borga henni örlítið minna en öðrum. Stórkostlegur brandari; hárbeittur og afhjúpandi um samfélagslega meinið sem launamunur kynjanna er. Það er hins vegar auðvelt að hlæja að brandaranum á allt öðrum forsendum. T.d. ef einhverjum finnst hreinlega fyndið að konur fái minna borgað en karlar fyrir sömu vinnu. Ég þykist vita að Tina Fey, skapari þáttanna og yfirlýstur femínisti, hafi með brandaranum viljað benda á misréttið en það er samt aldrei hægt að tryggja að allir skilji brandarana eins. Áður en atriðið var tekið upp stóð hún því frammi fyrir tveimur kostum: Að taka sénsinn. Segja brandarann í von um að flestir skilji hann og sætta sig við þá sem misskilja hann fullkomlega. Eða sleppa því að segja hann. Blessunarlega valdi hún fyrri kostinn. Stundum sé ég fólk hneykslast á gríni og segja að það megi alls ekki grínast með þetta og hitt. En þegar eitthvað „má ekki“ hætta forsendur og samhengi að skipta máli. Og þetta snýst einmitt um það. Það myndi til dæmis ekki leysa neinn vanda að taka lyklaborðið af virkum í athugasemdum. Þess vegna ætti eina reglan um grín að vera að það sé fyndið. Og viðurlögin við broti á þessari allsherjarreglu yrðu þá verðskulduð og auðmýkjandi þögn.