Segir ekki nei við gamla kennarann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:15 Þau Tina og Helgi Hrafn ætla að flytja létta tónlist, bæði frumsamda og eftir aðra, á tónleikunum í dag. Mynd/Jónatan Grétarsson „Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira