Næstu dagar fara í að komast niður á jörðina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 09:15 Alda Dís Arnardóttir starfar á leikskóla og mætti í vinnuna í gær, alveg í skýjunum eftir sigurinn í Ísland Got Talent. Vísir/Ernir „Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45
Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00
Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31