Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Ingólfur Eiríksson skrifar 8. apríl 2015 06:00 Mynd/IceCave Iceland „Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira