Sýnir þörfina á millidómstigi fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Brynjar Níelsson Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira