Lesblind, feimin og hlédræg í æsku en drottning spennusagnanna í dag Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2015 12:30 Sara Blædel er kölluð drottning spennusagnanna í Danmörku enda hafa þær verið henni ástríða allt frá unga aldri. Visir/GVA Sara Blædel er oft kölluð drottning spennusögunnar í Danmörku. Bækur hennar njóta gríðarlegra vinsælda bæði heima fyrir sem og víða um heim en Sara Blædel ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur. En ást hennar á spennusögum allt frá unga aldri leiddi hana að lokum fram á ritvöllinn. „Ég hef alltaf lesið mikið og þá sérstaklega spennusögur. Þegar ég var barn og unglingur þá voru ævintýrabækur og spennusögur mitt athvarf, minn heimur og dagdraumur. Ég las til að mynda allar Fimm fræknu bækurnar og hinar Enid Blyton-bækurnar eins og ég ætti lífið að leysa og tók fullan þátt í að hjálpa þessum krökkum að leysa alls kyns ráðgátur og leyndardóma. Þaðan fikraði ég mig svo yfir í krimmana en á þeim tíma þótti ekki ýkja fínt að vera að lesa slíkar bókmenntir. Þetta var dálítið eins og að eiga dónablöð eða eitthvað viðlíka.“ Sara hlær að þessari tilhugsun en segir líka að þetta hafi verið raunverulega dálítið viðkvæmt. „Á mínu æskuheimili var þetta að minnsta kosti ekki sett í hillurnar. En málið er að ég var frekar lesblind sem krakki, átti ekkert sérstaklega auðvelt með texta, og því þurfti ég þessa kröftugu atburðarás sem er í krimmunum til þess að keyra mig áfram. Þar við bættist að ég var frekar feimin og einræn sem krakki og því leið mér alltaf best með vinunum sem ég eignaðist í bókunum.“Hlédræg og feimin Hér er Sara um 12 ára gömul og á þeim árum vildi hún helst af öllu fá að vera ein að lesa.Fyrir tuttugu og þremur árum hóf Sara Blædel síðan feril sem sjálfstæður bókaútgefandi spennusagna. Markmiðið var að gera ástríðuna að sínu lífsviðurværi. „Ég byrjaði rólega og fyrst um sinn var þetta bara ég á bíldruslunni minni að keyra á milli bóksala að reyna að selja. Keyrði stundum langar vegalengdir til þess að reyna að koma því sem ég var með á framfæri og þá áttu menn til að vorkenna mér dálítið og kaupa kannski tvö eintök sem þeir gerðu aldrei ráð fyrir að selja. Ég var í lausamennsku sem blaðamaður meðfram þessu en svo byrjaði útgáfan að vaxa og dafna hægt og rólega. Allt í einu stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að ég þyrfti að taka þetta alla leið, ráða fólk í vinnu og opna alvöru skrifstofu eða hætta. Ég valdi að hætta. Fannst ég vera að missa tengslin við bækurnar og þá hvarf gleðin úr þessu.“ Eftir þetta fór Sara Blædel í fullt starf sem blaðamaður. Faðir hennar var þekktur ritstjóri í Danmörku og margir töldu að hún væri nú loks farin að sinna því sem henni væri í raun ætlað í lífinu. „Nei, aldeilis ekki. Ég fékk miklu meira en nóg af skilafresti og öskrum og taugastrekkingi. Þetta var ekki fyrir mig þó svo ég hafi enst í þessu furðu lengi. Fyrir tíu árum fór ég skrifa mínar eigin glæpasögur meðfram blaðamennskunni og nú hef ég verið í þessu sem fullu starfi í tvö ár. Sögurnar komu til mín og það sem ég vissi var að ég gæti unnið rannsóknarvinnuna. Það er verkfæri sem ég kunni að nota sem blaðamaður og hef nýtt mér óspart.“ Þrátt fyrir bakgrunninn í blaðamennskunni lítur Sara alls ekki á bækur sínar sem samfélagsleg ádeiluverk. „Ég hef einfaldlega ekki þessa uppreisnarþörf sem pabbi hefur. Þessa sterku þörf fyrir að svipta hulunni af því sem ætti betur að fara. Auðvitað skiptir samfélagið mig máli en ég er ekki skilaboðahöfundur, en mér finnst samt athyglisvert að sýna fólki hluti og málefni sem geta kallast samfélagsleg. Það sem gerist þegar ég fer að skoða einhver mál er að ég byrja að fabúlera og velta upp þessari „hvað ef“ spurningu. Það var til að mynda grein um geðveikrahæli fyrir ungt fólk sem kveikti hugmyndina að Gleymdu stúlkunum. Eitt slíkt geðveikrahæli var til að mynda rétt hjá mínu æskuheimili og við sáum oft þessa krakka, veifuðum til þeirra og fannst þau vera hluti af samfélaginu. Í raun og veru voru þau einangruð og flestum gleymd. Það eru dapurleg örlög.“ Vinsældir Söru Blædel eru gríðarlegar og eitt sinn feimin, hlédræg stúlka er nú tíður gestur í fjölmiðlum bæði heima í Danmörku og víða um heim. Sara er ekki feimin lengur. „Nei, ég fíla þessa athygli alveg ljómandi vel og ég fíla samt mest af öllu að fólk skuli lesa bækurnar mínar. Það er stóra gjöfin að fólk vilji njóta bókanna minna og nái við þær tengingu. En ég held samt aðeins sönsum með því að geta stundum lokað mig af í nokkrar vikur í senn og skrifað. Bara skrifað og skrifað því það er það dásamlegasta og mikilvægasta sem ég geri.“ Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sara Blædel er oft kölluð drottning spennusögunnar í Danmörku. Bækur hennar njóta gríðarlegra vinsælda bæði heima fyrir sem og víða um heim en Sara Blædel ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur. En ást hennar á spennusögum allt frá unga aldri leiddi hana að lokum fram á ritvöllinn. „Ég hef alltaf lesið mikið og þá sérstaklega spennusögur. Þegar ég var barn og unglingur þá voru ævintýrabækur og spennusögur mitt athvarf, minn heimur og dagdraumur. Ég las til að mynda allar Fimm fræknu bækurnar og hinar Enid Blyton-bækurnar eins og ég ætti lífið að leysa og tók fullan þátt í að hjálpa þessum krökkum að leysa alls kyns ráðgátur og leyndardóma. Þaðan fikraði ég mig svo yfir í krimmana en á þeim tíma þótti ekki ýkja fínt að vera að lesa slíkar bókmenntir. Þetta var dálítið eins og að eiga dónablöð eða eitthvað viðlíka.“ Sara hlær að þessari tilhugsun en segir líka að þetta hafi verið raunverulega dálítið viðkvæmt. „Á mínu æskuheimili var þetta að minnsta kosti ekki sett í hillurnar. En málið er að ég var frekar lesblind sem krakki, átti ekkert sérstaklega auðvelt með texta, og því þurfti ég þessa kröftugu atburðarás sem er í krimmunum til þess að keyra mig áfram. Þar við bættist að ég var frekar feimin og einræn sem krakki og því leið mér alltaf best með vinunum sem ég eignaðist í bókunum.“Hlédræg og feimin Hér er Sara um 12 ára gömul og á þeim árum vildi hún helst af öllu fá að vera ein að lesa.Fyrir tuttugu og þremur árum hóf Sara Blædel síðan feril sem sjálfstæður bókaútgefandi spennusagna. Markmiðið var að gera ástríðuna að sínu lífsviðurværi. „Ég byrjaði rólega og fyrst um sinn var þetta bara ég á bíldruslunni minni að keyra á milli bóksala að reyna að selja. Keyrði stundum langar vegalengdir til þess að reyna að koma því sem ég var með á framfæri og þá áttu menn til að vorkenna mér dálítið og kaupa kannski tvö eintök sem þeir gerðu aldrei ráð fyrir að selja. Ég var í lausamennsku sem blaðamaður meðfram þessu en svo byrjaði útgáfan að vaxa og dafna hægt og rólega. Allt í einu stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að ég þyrfti að taka þetta alla leið, ráða fólk í vinnu og opna alvöru skrifstofu eða hætta. Ég valdi að hætta. Fannst ég vera að missa tengslin við bækurnar og þá hvarf gleðin úr þessu.“ Eftir þetta fór Sara Blædel í fullt starf sem blaðamaður. Faðir hennar var þekktur ritstjóri í Danmörku og margir töldu að hún væri nú loks farin að sinna því sem henni væri í raun ætlað í lífinu. „Nei, aldeilis ekki. Ég fékk miklu meira en nóg af skilafresti og öskrum og taugastrekkingi. Þetta var ekki fyrir mig þó svo ég hafi enst í þessu furðu lengi. Fyrir tíu árum fór ég skrifa mínar eigin glæpasögur meðfram blaðamennskunni og nú hef ég verið í þessu sem fullu starfi í tvö ár. Sögurnar komu til mín og það sem ég vissi var að ég gæti unnið rannsóknarvinnuna. Það er verkfæri sem ég kunni að nota sem blaðamaður og hef nýtt mér óspart.“ Þrátt fyrir bakgrunninn í blaðamennskunni lítur Sara alls ekki á bækur sínar sem samfélagsleg ádeiluverk. „Ég hef einfaldlega ekki þessa uppreisnarþörf sem pabbi hefur. Þessa sterku þörf fyrir að svipta hulunni af því sem ætti betur að fara. Auðvitað skiptir samfélagið mig máli en ég er ekki skilaboðahöfundur, en mér finnst samt athyglisvert að sýna fólki hluti og málefni sem geta kallast samfélagsleg. Það sem gerist þegar ég fer að skoða einhver mál er að ég byrja að fabúlera og velta upp þessari „hvað ef“ spurningu. Það var til að mynda grein um geðveikrahæli fyrir ungt fólk sem kveikti hugmyndina að Gleymdu stúlkunum. Eitt slíkt geðveikrahæli var til að mynda rétt hjá mínu æskuheimili og við sáum oft þessa krakka, veifuðum til þeirra og fannst þau vera hluti af samfélaginu. Í raun og veru voru þau einangruð og flestum gleymd. Það eru dapurleg örlög.“ Vinsældir Söru Blædel eru gríðarlegar og eitt sinn feimin, hlédræg stúlka er nú tíður gestur í fjölmiðlum bæði heima í Danmörku og víða um heim. Sara er ekki feimin lengur. „Nei, ég fíla þessa athygli alveg ljómandi vel og ég fíla samt mest af öllu að fólk skuli lesa bækurnar mínar. Það er stóra gjöfin að fólk vilji njóta bókanna minna og nái við þær tengingu. En ég held samt aðeins sönsum með því að geta stundum lokað mig af í nokkrar vikur í senn og skrifað. Bara skrifað og skrifað því það er það dásamlegasta og mikilvægasta sem ég geri.“
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira