Samskipti kynjanna? sigga dögg skrifar 20. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar fólk talar um samskipti kynjanna, rétt eins og við séum að tala um samskipti milli ólíkra dýrategunda, húsflugur tala við kindur, eða eitthvað álíka. Svo ég fari nú ekki út í að kynin geti verið fleiri en bara annaðhvort eða. Það er þetta með samskiptin sem fer alveg með mig og það að við séum andstæður hvort annars. Kona getur ekki skilið hvað hann segir og hann ekki hvað hún segir. Skiljanlega kannski, það getur verið erfitt að skilja það sem kemur út úr þröngri þvagrás limsins og svo slefar píkan svo mikið þegar hún talar. Er það ekki það sem fólk meinar í þessu samskiptaöngþveiti? Kynfærin stýra því hvort við getum skilið hvort annað. Auðvitað er ég öfugsnúin en ég trúi því að ef jafnrétti eigi að nást þá þurfum við að hætta að stilla fólki upp sem andstæðum hvort annars, A-manneskjur eða B, stelpa eða strákur. Förum að tala bara um fólk. Fólk er nefnilega alls konar. Heilanum er það sjálfsagt að flokka fólk í kassa, það gerist ósjálfrátt og oft við fyrstu kynni. Við erum samt svo klár að við erum með bremsu á heilanum, nánar tiltekið í framheilanum og heilaberkinum, sem gagnrýnir þessa flokkun og lætur rauð ljós blikka þegar boxin eru farin að mynda asnalegar og fordómafullar tengingar. Það er nefnilega líka þannig að við leitumst við að staðfesta það sem er í kassanum okkar og lítum fram hjá því sem ekki passar. Þú þarft ekki annað en að tala við foreldra barna um kynjamun í leik og hegðun. Við beinum athyglinni að því sem staðfestir boxin, hinu tökum við ekki eftir. Þetta er eins með þessi svokölluðu kynjasamskipti. Þetta með að konur geti ekki bakkað í stæði og karlar geti ekki tekið við leiðbeiningum er samfélagslegt fyrirbæri en ekki innbyggður kynjamunur. Eins með kynlöngun. Karlar eru ekki sígraðir þó typpið á þeim fyllist og tæmist reglulega yfir daginn, það er bara líkaminn að halda sér í formi. Píkan gerir svipaðar æfingar en við veitum því minni athygli. Tengist stundum greddu og stundum ekki. Það að stilla fólki upp sem andstæðum sem ekki skilja hvor aðra hjálpar engum í samskiptum. Þegar ég er spurð hvað strákur sé að hugsa eða hvernig maður viti hvort hann hafi áhuga þá velti ég alltaf fyrir mér af hverju fólk gefur ekki stefnuljós í umferðinni. Eina leiðin til að vita af hverju einhver gefur ekki stefnuljós er að spyrja viðkomandi. Það sama gildir um ástamálin. Þú verður að segja það sem þú meinar og meina það sem þú segir og bara spyrja. Strákar gera ekki eitt og stelpur annað, fólk gerir alls konar. Ef þú ert óviss, spurðu þá og hlustaðu, ekki túlka, heldur bara hlusta. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar fólk talar um samskipti kynjanna, rétt eins og við séum að tala um samskipti milli ólíkra dýrategunda, húsflugur tala við kindur, eða eitthvað álíka. Svo ég fari nú ekki út í að kynin geti verið fleiri en bara annaðhvort eða. Það er þetta með samskiptin sem fer alveg með mig og það að við séum andstæður hvort annars. Kona getur ekki skilið hvað hann segir og hann ekki hvað hún segir. Skiljanlega kannski, það getur verið erfitt að skilja það sem kemur út úr þröngri þvagrás limsins og svo slefar píkan svo mikið þegar hún talar. Er það ekki það sem fólk meinar í þessu samskiptaöngþveiti? Kynfærin stýra því hvort við getum skilið hvort annað. Auðvitað er ég öfugsnúin en ég trúi því að ef jafnrétti eigi að nást þá þurfum við að hætta að stilla fólki upp sem andstæðum hvort annars, A-manneskjur eða B, stelpa eða strákur. Förum að tala bara um fólk. Fólk er nefnilega alls konar. Heilanum er það sjálfsagt að flokka fólk í kassa, það gerist ósjálfrátt og oft við fyrstu kynni. Við erum samt svo klár að við erum með bremsu á heilanum, nánar tiltekið í framheilanum og heilaberkinum, sem gagnrýnir þessa flokkun og lætur rauð ljós blikka þegar boxin eru farin að mynda asnalegar og fordómafullar tengingar. Það er nefnilega líka þannig að við leitumst við að staðfesta það sem er í kassanum okkar og lítum fram hjá því sem ekki passar. Þú þarft ekki annað en að tala við foreldra barna um kynjamun í leik og hegðun. Við beinum athyglinni að því sem staðfestir boxin, hinu tökum við ekki eftir. Þetta er eins með þessi svokölluðu kynjasamskipti. Þetta með að konur geti ekki bakkað í stæði og karlar geti ekki tekið við leiðbeiningum er samfélagslegt fyrirbæri en ekki innbyggður kynjamunur. Eins með kynlöngun. Karlar eru ekki sígraðir þó typpið á þeim fyllist og tæmist reglulega yfir daginn, það er bara líkaminn að halda sér í formi. Píkan gerir svipaðar æfingar en við veitum því minni athygli. Tengist stundum greddu og stundum ekki. Það að stilla fólki upp sem andstæðum sem ekki skilja hvor aðra hjálpar engum í samskiptum. Þegar ég er spurð hvað strákur sé að hugsa eða hvernig maður viti hvort hann hafi áhuga þá velti ég alltaf fyrir mér af hverju fólk gefur ekki stefnuljós í umferðinni. Eina leiðin til að vita af hverju einhver gefur ekki stefnuljós er að spyrja viðkomandi. Það sama gildir um ástamálin. Þú verður að segja það sem þú meinar og meina það sem þú segir og bara spyrja. Strákar gera ekki eitt og stelpur annað, fólk gerir alls konar. Ef þú ert óviss, spurðu þá og hlustaðu, ekki túlka, heldur bara hlusta.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira