Ertu alveg bensínlaus? Rikka skrifar 21. mars 2015 12:00 Vísir/Getty Við finnum öll fyrir því á einhverjum tímapunkti að vera algerlega uppgefin andlega og líkamlega. Okkur líður eins og við séum ekki með nein spil á hendi og ekkert sé eftir til að gefa af sér í öll þau verkefni sem bíða í bunkum. Þú ert svo upptekin í því að sinna öðrum hlutum að sjálfið gleymist þangað til að þú vaknar upp við vondan draum og þér finnst þú hafa týnt sjálfinu um stund. Ekki örvænta, þú ert enn þá þarna og átt fullt eftir. Þú þarft aftur á móti að endurskoða líf þitt út frá víðu sjónarhorni en ekki inni í kúlunni þinni. Ertu að lifa lífinu sem þú vilt, ertu að ná markmiðum þínum, ertu brosandi?Skoðaðu Gefðu þér tíma til að dreyma dagdrauma og endurskoðaðu markmið þín út frá þinni hamingju. Ef þú ert ekki nú þegar með markmið, settu þér þau. Njóttu þess að leyfa huganum að reika, skoðaðu blöð og myndir á netinu og búðu til svokallað draumaspjald með myndum sem endurspegla markmið þín og eru af því sem þú vilt í lífinu.Njóttu Gefðu þér tíma til að njóta einveru. Það er hverjum manni hollt að vera einn með sjálfum sér reglulega og góð leið til þess að ná jafnvægi. Gerðu eitthvað uppbyggilegt með sjálfum þér og farðu helst út fyrir þægindarammann. Við erum oft feimin við við að fara eitthvert ein, hvort sem að það er í fjallgöngu eða bíó, láttu verða af því og losaðu um hömlurnar.Beina brautin Í dag eru óteljandi valkostir í boði um hitt og þetta. Þessir kostir geta oft ruglað mann í ríminu á leiðinni að markmiðinu. Ákveddu þá braut sem þú vilt fara og fækkaðu valmöguleikunum með því að vera búin að velja þá fyrirfram. Þannig kemstu fyrr í mark án þess að eyða allri þinni orku í að velta því fyrir þér hvað þú eigir að velja.Vísir/GettyGefðu af þér Stundum þegar okkur líður illa í sjálfinu getur ástæðan verið að við séum hreinlega of mikið að hugsa um okkur sjálf. Gerðu góðverk, það er hjartagræðandi. Kíktu í heimsókn til ömmu og afa eða einhvers sem þú hefur ekki hitt lengi. Taktu að þér uppbyggjandi verkefni í sjálfboðavinnu, það er hreint ótrúlegt hvað svona litlir hlutir eru gefandi.Skipulag Með því að skipuleggja hluta af lífi þínu gengur þér betur með þau verkefni sem þú þarft að skila af þér. Veldu þér skipulagsleið sem þér hentar og haltu þig við hana. Skipuleggðu reglulega eitthvað sem þú hlakkar til að upplifa.Gerðu ekkert Já, stundum er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að gera ekki neitt. Horfðu upp í loftið eða teldu flísarnar inni á baði. Að gera ekki neitt er áskorun fyrir fólk sem er vant því að vera með fulla dagskrá. Lífið snýst að miklu leyti um að finna jafnvægi. Heilsa Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við finnum öll fyrir því á einhverjum tímapunkti að vera algerlega uppgefin andlega og líkamlega. Okkur líður eins og við séum ekki með nein spil á hendi og ekkert sé eftir til að gefa af sér í öll þau verkefni sem bíða í bunkum. Þú ert svo upptekin í því að sinna öðrum hlutum að sjálfið gleymist þangað til að þú vaknar upp við vondan draum og þér finnst þú hafa týnt sjálfinu um stund. Ekki örvænta, þú ert enn þá þarna og átt fullt eftir. Þú þarft aftur á móti að endurskoða líf þitt út frá víðu sjónarhorni en ekki inni í kúlunni þinni. Ertu að lifa lífinu sem þú vilt, ertu að ná markmiðum þínum, ertu brosandi?Skoðaðu Gefðu þér tíma til að dreyma dagdrauma og endurskoðaðu markmið þín út frá þinni hamingju. Ef þú ert ekki nú þegar með markmið, settu þér þau. Njóttu þess að leyfa huganum að reika, skoðaðu blöð og myndir á netinu og búðu til svokallað draumaspjald með myndum sem endurspegla markmið þín og eru af því sem þú vilt í lífinu.Njóttu Gefðu þér tíma til að njóta einveru. Það er hverjum manni hollt að vera einn með sjálfum sér reglulega og góð leið til þess að ná jafnvægi. Gerðu eitthvað uppbyggilegt með sjálfum þér og farðu helst út fyrir þægindarammann. Við erum oft feimin við við að fara eitthvert ein, hvort sem að það er í fjallgöngu eða bíó, láttu verða af því og losaðu um hömlurnar.Beina brautin Í dag eru óteljandi valkostir í boði um hitt og þetta. Þessir kostir geta oft ruglað mann í ríminu á leiðinni að markmiðinu. Ákveddu þá braut sem þú vilt fara og fækkaðu valmöguleikunum með því að vera búin að velja þá fyrirfram. Þannig kemstu fyrr í mark án þess að eyða allri þinni orku í að velta því fyrir þér hvað þú eigir að velja.Vísir/GettyGefðu af þér Stundum þegar okkur líður illa í sjálfinu getur ástæðan verið að við séum hreinlega of mikið að hugsa um okkur sjálf. Gerðu góðverk, það er hjartagræðandi. Kíktu í heimsókn til ömmu og afa eða einhvers sem þú hefur ekki hitt lengi. Taktu að þér uppbyggjandi verkefni í sjálfboðavinnu, það er hreint ótrúlegt hvað svona litlir hlutir eru gefandi.Skipulag Með því að skipuleggja hluta af lífi þínu gengur þér betur með þau verkefni sem þú þarft að skila af þér. Veldu þér skipulagsleið sem þér hentar og haltu þig við hana. Skipuleggðu reglulega eitthvað sem þú hlakkar til að upplifa.Gerðu ekkert Já, stundum er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að gera ekki neitt. Horfðu upp í loftið eða teldu flísarnar inni á baði. Að gera ekki neitt er áskorun fyrir fólk sem er vant því að vera með fulla dagskrá. Lífið snýst að miklu leyti um að finna jafnvægi.
Heilsa Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira