Túlka hafið og átök sjóaranna við það Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2015 13:00 "Ég hef aldrei sungið þessa sinfóníu en ég þekki hana,“ segir Fjölnir. Vísir/Pjetur „Sjávarsinfónían er ótrúlega flott. Þótt verkið sé samið snemma á 20. öldinni og hafi þá þótt framúrstefnulegt í tónmáli er Vaughan Williams svo melódískur og skrifar fyrir alla. Hann fangar líka stemninguna vel þegar hann túlkar hafið og baráttu sjóaranna við það.“ Þetta segir Fjölnir Ólafsson baritón sem ásamt Tui Hirv sópran syngur einsöng í Sjávarsinfóníunni með Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á laugardaginn í Langholtskirkju klukkan 17 og á mánudaginn klukkan 20. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar.Hundrað og þrjátíu manna hópur ungmenna flytur Sjávarsinfóníuna og Gunnsteinn Ólafsson stjórnar.Fjölnir hefur áður sungið með sama kór og sömu hljómsveit. Það var sumarið 2012, þegar hann söng aðalhlutverkið í Don Giovanni. Hann er sonur Ólafs Kjartans Sigurðarsonar óperusöngvara og afabarn Didda fiðlu. Því gerir maður ráð fyrir að hann sé á kafi í tónlist en í ljós kemur að hann er að ljúka fyrsta ári við laganám í Háskóla Íslands. Honum þykir það frábærlega skemmtilegt en hann er líka menntaður í söng bæði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarháskólanum í Saarbrücken í Þýskalandi og þegar honum bjóðast söngverkefni sem heilla þá tekur hann þeim fagnandi. Um frumflutning hér á landi er að ræða á Sjávarsinfóníunni en þar sem Fjölnir hefur sungið líka í Þýskalandi er hann spurður hvort hann hafi kynnst henni áður. „Ég hef aldrei sungið þessa sinfóníu en ég þekki hana og hef sungið frægan ljóðaflokk, Songs of Travel, eftir sama höfund, barítónhlutverkið þar er keimlíkt þessu. Við vorum með fyrstu samæfingu í gær, söngvarar, kór og hljómsveit og allt er að smella saman,“ segir hann og bætir við. „Það er gríðarlega metnaðarfullt hjá Gunnsteini að takast á við þetta verk og það er frábært að fá að taka þátt í því.“ Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Sjávarsinfónían er ótrúlega flott. Þótt verkið sé samið snemma á 20. öldinni og hafi þá þótt framúrstefnulegt í tónmáli er Vaughan Williams svo melódískur og skrifar fyrir alla. Hann fangar líka stemninguna vel þegar hann túlkar hafið og baráttu sjóaranna við það.“ Þetta segir Fjölnir Ólafsson baritón sem ásamt Tui Hirv sópran syngur einsöng í Sjávarsinfóníunni með Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á laugardaginn í Langholtskirkju klukkan 17 og á mánudaginn klukkan 20. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar.Hundrað og þrjátíu manna hópur ungmenna flytur Sjávarsinfóníuna og Gunnsteinn Ólafsson stjórnar.Fjölnir hefur áður sungið með sama kór og sömu hljómsveit. Það var sumarið 2012, þegar hann söng aðalhlutverkið í Don Giovanni. Hann er sonur Ólafs Kjartans Sigurðarsonar óperusöngvara og afabarn Didda fiðlu. Því gerir maður ráð fyrir að hann sé á kafi í tónlist en í ljós kemur að hann er að ljúka fyrsta ári við laganám í Háskóla Íslands. Honum þykir það frábærlega skemmtilegt en hann er líka menntaður í söng bæði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarháskólanum í Saarbrücken í Þýskalandi og þegar honum bjóðast söngverkefni sem heilla þá tekur hann þeim fagnandi. Um frumflutning hér á landi er að ræða á Sjávarsinfóníunni en þar sem Fjölnir hefur sungið líka í Þýskalandi er hann spurður hvort hann hafi kynnst henni áður. „Ég hef aldrei sungið þessa sinfóníu en ég þekki hana og hef sungið frægan ljóðaflokk, Songs of Travel, eftir sama höfund, barítónhlutverkið þar er keimlíkt þessu. Við vorum með fyrstu samæfingu í gær, söngvarar, kór og hljómsveit og allt er að smella saman,“ segir hann og bætir við. „Það er gríðarlega metnaðarfullt hjá Gunnsteini að takast á við þetta verk og það er frábært að fá að taka þátt í því.“
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira