Hittast alltaf aftur og aftur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2015 08:30 Sýningin Við hittumst alltaf aftur verður opnuð í dag. Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður, sem hannar undir nafninu Helicopter sýnir í dag nýja fatalínu sem sprottin er upp úr tveimur listaverkaröðum myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar. „Í rauninni hafði Dóri samband við mig og spurði hvort ég væri til í að vinna upp úr verkunum hans,“ segir Helga Lilja. Útkoma samstarfsins er heil fatalína. „Hann bjó til seríu af verkum sem heitir Við hittumst alltaf aftur, sú setning er skrifuð aftur og aftur í verkunum,“ segir Helga og bætir við: „Mér fannst svo við hæfi að vinna með þetta verk þar sem við erum alltaf að hittast aftur og aftur.“ Helga og Halldór eru fyrrverandi par og líkt og gerist í hinni smáu Reykjavík lágu leiðir þeirra síendurtekið saman. „Það kom upp svolítið falleg hugmynd sem var nóg í heila línu fyrir fatamerkið mitt.“ Sýningin er í formi innsetningar og eru verk Halldórs sett upp samhliða fatalínu Helgu. Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór og Helga vinna saman en hún segir samvinnuna ekki hafa verið vandræðalega á neinn hátt. „Þetta er svolítið óhefðbundið en makar okkar beggja hafa mjög gaman af þessu,“ segir hún og hlær. Línan er fjölbreytt og spannar hún allt frá ullarfrökkum til jogginggalla.Sýningin verður opnuð í Gallerí Verkstæði klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta og léttar veigar í boði. HönnunarMars Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður, sem hannar undir nafninu Helicopter sýnir í dag nýja fatalínu sem sprottin er upp úr tveimur listaverkaröðum myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar. „Í rauninni hafði Dóri samband við mig og spurði hvort ég væri til í að vinna upp úr verkunum hans,“ segir Helga Lilja. Útkoma samstarfsins er heil fatalína. „Hann bjó til seríu af verkum sem heitir Við hittumst alltaf aftur, sú setning er skrifuð aftur og aftur í verkunum,“ segir Helga og bætir við: „Mér fannst svo við hæfi að vinna með þetta verk þar sem við erum alltaf að hittast aftur og aftur.“ Helga og Halldór eru fyrrverandi par og líkt og gerist í hinni smáu Reykjavík lágu leiðir þeirra síendurtekið saman. „Það kom upp svolítið falleg hugmynd sem var nóg í heila línu fyrir fatamerkið mitt.“ Sýningin er í formi innsetningar og eru verk Halldórs sett upp samhliða fatalínu Helgu. Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór og Helga vinna saman en hún segir samvinnuna ekki hafa verið vandræðalega á neinn hátt. „Þetta er svolítið óhefðbundið en makar okkar beggja hafa mjög gaman af þessu,“ segir hún og hlær. Línan er fjölbreytt og spannar hún allt frá ullarfrökkum til jogginggalla.Sýningin verður opnuð í Gallerí Verkstæði klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta og léttar veigar í boði.
HönnunarMars Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira