Úr pönki yfir í rómantík adda soffía ingvarsdóttir skrifar 13. mars 2015 12:00 Gunnhildur segir sýninguna vera viðsnúning frá þeirri síðustu. „Nei, ég er ekki alls ekki hjátrúarfull,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, aðspurð hvort hún hræðist ekki að opna sýningu og gefa út bók á föstudeginum 13. Er þetta sextánda einkasýning Gunnhildar, sem hefur verið starfandi myndlistarkona síðan 2003. „Í sýningunni er ég að skoða fortíðina, maður er alltaf að skoða bakgrunninn. Maður býr að reynslunni,“ segir hún. Gunnhildur fór að skoða hannyrðir enda vinnur hún mikið með höndunum. „Ég skoðaði hannyrðir svolítið með með nýjum áherslum. Gamlir hlutir fá nýtt líf og hannyrðaaðferðir, sem ég lærði hjá ömmum mínum, fá nýtt líf,“ en á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi og dúska verða að dúskakukli.DúskakuklSýninguna segir hún vera rómantíska. „Það er ágætt fyrir mig að fara úr pönkinu í rómantíkina. Á síðasta ári gerði ég sýningu sem ég vann út frá pönkinu og hét regnbogapönk. Það má því segja að þetta sé algjör viðsnúningur,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það blundar svo margt í manni, maður er hardcore mamma líka, en samt rómantísk.“ Í ljóðabókinni Næturljóðum eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Nei, ég er ekki alls ekki hjátrúarfull,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, aðspurð hvort hún hræðist ekki að opna sýningu og gefa út bók á föstudeginum 13. Er þetta sextánda einkasýning Gunnhildar, sem hefur verið starfandi myndlistarkona síðan 2003. „Í sýningunni er ég að skoða fortíðina, maður er alltaf að skoða bakgrunninn. Maður býr að reynslunni,“ segir hún. Gunnhildur fór að skoða hannyrðir enda vinnur hún mikið með höndunum. „Ég skoðaði hannyrðir svolítið með með nýjum áherslum. Gamlir hlutir fá nýtt líf og hannyrðaaðferðir, sem ég lærði hjá ömmum mínum, fá nýtt líf,“ en á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi og dúska verða að dúskakukli.DúskakuklSýninguna segir hún vera rómantíska. „Það er ágætt fyrir mig að fara úr pönkinu í rómantíkina. Á síðasta ári gerði ég sýningu sem ég vann út frá pönkinu og hét regnbogapönk. Það má því segja að þetta sé algjör viðsnúningur,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það blundar svo margt í manni, maður er hardcore mamma líka, en samt rómantísk.“ Í ljóðabókinni Næturljóðum eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira