Stíliseraði Taylor Swift Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 08:00 Taylor Swift Vísir/getty „Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“ HönnunarMars Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“
HönnunarMars Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira