Glæsileg grafík en aðrir þættir slakari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. mars 2015 12:00 The Order 1886. The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira