Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2015 13:00 „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna. Vísir/GVA „Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson. Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálmara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndagshetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengdar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sögunum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöðunum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýningunni eru báðar uppseldar." Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum myndum og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að komast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur viðburður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirlesarar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson.
Menning Tengdar fréttir Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. 6. mars 2015 14:00