Hryðjuverkaógn á Íslandi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. mars 2015 00:00 Aðeins ein tilraun hefur verið gerð til hryðjuverkaárásar hér á landi – séu skyrslettur Helga Hóseassonar ekki taldar með – og það var árið 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar, eins og Atli Þór Fanndal, blaðamaður á vikublaðinu Reykjavík, rifjaði upp á dögunum í fróðlegri grein í kjölfar óska innanríkisráðherra um „að opinská og lýðræðisleg umræða fari fram um hvort komið verði á fót þjóðaröryggisdeild til að mæta hryðjuverkaógninni“.Seinheppinn terroristi Í janúarmánuði árið 2012 kom sem sé maður einn fyrir sprengju við stjórnarráðið snemma morguns en fórst verkið óhönduglega svo að ekki skapaðist teljandi hætta önnur en sú að honum tókst næstum því að kveikja í sjálfum sér. Upphaflega hugðist maðurinn koma sprengjunni fyrir við heimili þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Með þessu sprengjubrölti vildi hann leggja áherslu á kröfur sínar um slit á aðildarviðræðum við ESB, endurskoðun á EES-samningnum, að Ísland hætti í Schengen-samstarfinu og breytingar á kvótakerfinu. Seint verður sagt að viðbrögð lögreglu hafi einkennst af óðagoti. Hún lýsti reyndar eftir manninum, sagði hann feitlaginn – en hann mótmælti þeirri lýsingu sjálfur síðar. Allt hefur þetta mál raunar fengið á sig nokkuð spaugilegan og séríslenskan blæ af sögu um seinheppinn terrorista. Almennt virðist lögreglan hafa ákveðið að láta kyrrt liggja og taka með mildi á ógnunum og sprengjuhótunum í garð forsætisráðherra landsins, láta manninn í friði og vona það besta um að hann yrði til friðs. Hann fékk engar sektir, hvað þá dóm. Hins vegar var tekið viðtal við hann í DV þar sem hann fékk að viðra hugsjónir sínar; hann fékk þannig þá athygli sem hann sóttist eftir án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Eins og Atli Þór bendir á í grein sinni þá kom maðurinn fyrir sprengju í opinberu rými, skrifaði pólitísk skilaboð, og sú sprengja sprakk. Þetta er tilraun til hryðjuverks – að vísu fjarska misheppnuð en yfirvöld hafa bersýnilega séð í gegnum fingur sér við manninn. Og kannski var alveg rétt að gera það. Bak við svona mál er alltaf einhver einstaklingur, einhver manneskja með sínar ástæður og jafnvel málsbætur. En auðvelt hefði verið að sjá þennan verknað í samhengi við alþjóðlegar hræringar – setja hann í samhengi við hægri sinnaða öfgamenn í nálægum löndum sem framið hafa voðaverk með svipaðar hugmyndir á vörum; skoðanir þessa manns urðu ekki til í tómarúmi; ekki var samt ástæða til að gera of mikið veður út af því; eða líta á hann sem part af alþjóðlegu hryðjuverkaneti.Hvað er hættulegt? Í vikunni var gerð heyrinkunnug einhvers konar skýrsla svokallaðrar greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. Þar vöktu athygli stórkarlalegar staðhæfingar um að lögreglan hefði vitneskju um menn sem bæði hefðu vilja og getu til að fremja voðaverk. Ekki var þó um að ræða sprengjumanninn frá 2012 heldur skildist okkur að hér væri um að ræða menn sem tengdust eða vildu tengjast hryðjuverkaneti samtaka á borð við al Kaída eða ISIS, enda landið kunnur viðkomustaður ferðalanga milli Evrópu og Bandaríkjanna, og alls konar lið í þeim hópi eins og dæmin sanna. Hvað er hættulegt? Til dæmis ranghugmyndir. Andrúmsloft getur verið hættulegt. Hugaræsingur umfram tilefni, óðagot, oftúlkanir, of sterk viðbrögð sem magna hættu en minnka hana ekki; ofsóknarótti sem leiðir til þess að menn grípa jafnvel til „forvirkra aðgerða“ til að vera fyrri til að láta til skarar skríða gegn ímynduðum andstæðingi. Og ofstækisfullir bókstafstrúarmenn sem nota trúarrit til að réttlæta grimmdarverk – þeir eru líka hættulegir. Öll stóru trúarbrögðin hafa í sínum röðum þannig menn – einn slíkur var George Bush yngri með sitt eilífa bænakvak og guðsorð á vörum kringum árásarferðir. Óaldaflokkar sem kenna sig við íslam hafa nú um skeið vaðið uppi í löndum eins og Írak og Sýrlandi og reynt að ganga fram af heiminum eins og athyglissjúkir unglingar, sem þeir kannski eru. Alls konar bulluflokkar eru hluti af mannlegri tilveru, gengi sem hafa aðdráttarafl fyrir unga karlmenn með veika sjálfsmynd. Þeir fá styrk af hópnum, nýja tilfinningu um vald og hlutverk í samfélaginu og jafnvel mannkynssögunni og þeir upplifa þá vímu sem illvirki geta veitt. Svona gengi var í Vogunum þegar ég var strákur þar að alast upp og maður óttaðist þá en ekki hvarflaði að fólki að þeir störfuðu í sérstöku umboði frá mér við innbrot sín og óknytti. Hópar á borð við ISIS eru í grunninn af þessu tagi. Hættulegir og andstyggilegir, en ekki fulltrúar hins almenna múslíma þótt þeir og andstæðingar þeirra sameinist um að reyna að láta líta svo út. Fráleitt er að láta eins og hér ríki viðsjár á borð við þær í Danmörku og Noregi. Til þess vantar nokkrar grundvallarforsendur. Í fyrsta lagi verður að muna að Danir hafa tekið þátt í hernaðinum fyrir botni Miðjarðarhafs (Íslendingar eru ekki eina þjóðin í heimi sem kýs yfir sig misvitra hægri menn); í öðru lagi hefur vaxið fram samfélag í Evrópulöndum þar sem ósveigjanleg bókstafsskýring á Kóraninum grasserar kringum litlar patríarkískar valdamiðstöðvar í moskunum og er notuð til að réttlæta glæpastarfsemi. Og í þriðja lagi drógu Danir að sér athygli bókstafssinna í skrípamyndamáli Jyllandsposten (og nei, móðgun yfir skopmyndum réttlætir aldrei morð). Þessar forsendur eru ekki fyrir hendi hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mið-Austurlönd Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Aðeins ein tilraun hefur verið gerð til hryðjuverkaárásar hér á landi – séu skyrslettur Helga Hóseassonar ekki taldar með – og það var árið 2012, í tíð síðustu ríkisstjórnar, eins og Atli Þór Fanndal, blaðamaður á vikublaðinu Reykjavík, rifjaði upp á dögunum í fróðlegri grein í kjölfar óska innanríkisráðherra um „að opinská og lýðræðisleg umræða fari fram um hvort komið verði á fót þjóðaröryggisdeild til að mæta hryðjuverkaógninni“.Seinheppinn terroristi Í janúarmánuði árið 2012 kom sem sé maður einn fyrir sprengju við stjórnarráðið snemma morguns en fórst verkið óhönduglega svo að ekki skapaðist teljandi hætta önnur en sú að honum tókst næstum því að kveikja í sjálfum sér. Upphaflega hugðist maðurinn koma sprengjunni fyrir við heimili þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Með þessu sprengjubrölti vildi hann leggja áherslu á kröfur sínar um slit á aðildarviðræðum við ESB, endurskoðun á EES-samningnum, að Ísland hætti í Schengen-samstarfinu og breytingar á kvótakerfinu. Seint verður sagt að viðbrögð lögreglu hafi einkennst af óðagoti. Hún lýsti reyndar eftir manninum, sagði hann feitlaginn – en hann mótmælti þeirri lýsingu sjálfur síðar. Allt hefur þetta mál raunar fengið á sig nokkuð spaugilegan og séríslenskan blæ af sögu um seinheppinn terrorista. Almennt virðist lögreglan hafa ákveðið að láta kyrrt liggja og taka með mildi á ógnunum og sprengjuhótunum í garð forsætisráðherra landsins, láta manninn í friði og vona það besta um að hann yrði til friðs. Hann fékk engar sektir, hvað þá dóm. Hins vegar var tekið viðtal við hann í DV þar sem hann fékk að viðra hugsjónir sínar; hann fékk þannig þá athygli sem hann sóttist eftir án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Eins og Atli Þór bendir á í grein sinni þá kom maðurinn fyrir sprengju í opinberu rými, skrifaði pólitísk skilaboð, og sú sprengja sprakk. Þetta er tilraun til hryðjuverks – að vísu fjarska misheppnuð en yfirvöld hafa bersýnilega séð í gegnum fingur sér við manninn. Og kannski var alveg rétt að gera það. Bak við svona mál er alltaf einhver einstaklingur, einhver manneskja með sínar ástæður og jafnvel málsbætur. En auðvelt hefði verið að sjá þennan verknað í samhengi við alþjóðlegar hræringar – setja hann í samhengi við hægri sinnaða öfgamenn í nálægum löndum sem framið hafa voðaverk með svipaðar hugmyndir á vörum; skoðanir þessa manns urðu ekki til í tómarúmi; ekki var samt ástæða til að gera of mikið veður út af því; eða líta á hann sem part af alþjóðlegu hryðjuverkaneti.Hvað er hættulegt? Í vikunni var gerð heyrinkunnug einhvers konar skýrsla svokallaðrar greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. Þar vöktu athygli stórkarlalegar staðhæfingar um að lögreglan hefði vitneskju um menn sem bæði hefðu vilja og getu til að fremja voðaverk. Ekki var þó um að ræða sprengjumanninn frá 2012 heldur skildist okkur að hér væri um að ræða menn sem tengdust eða vildu tengjast hryðjuverkaneti samtaka á borð við al Kaída eða ISIS, enda landið kunnur viðkomustaður ferðalanga milli Evrópu og Bandaríkjanna, og alls konar lið í þeim hópi eins og dæmin sanna. Hvað er hættulegt? Til dæmis ranghugmyndir. Andrúmsloft getur verið hættulegt. Hugaræsingur umfram tilefni, óðagot, oftúlkanir, of sterk viðbrögð sem magna hættu en minnka hana ekki; ofsóknarótti sem leiðir til þess að menn grípa jafnvel til „forvirkra aðgerða“ til að vera fyrri til að láta til skarar skríða gegn ímynduðum andstæðingi. Og ofstækisfullir bókstafstrúarmenn sem nota trúarrit til að réttlæta grimmdarverk – þeir eru líka hættulegir. Öll stóru trúarbrögðin hafa í sínum röðum þannig menn – einn slíkur var George Bush yngri með sitt eilífa bænakvak og guðsorð á vörum kringum árásarferðir. Óaldaflokkar sem kenna sig við íslam hafa nú um skeið vaðið uppi í löndum eins og Írak og Sýrlandi og reynt að ganga fram af heiminum eins og athyglissjúkir unglingar, sem þeir kannski eru. Alls konar bulluflokkar eru hluti af mannlegri tilveru, gengi sem hafa aðdráttarafl fyrir unga karlmenn með veika sjálfsmynd. Þeir fá styrk af hópnum, nýja tilfinningu um vald og hlutverk í samfélaginu og jafnvel mannkynssögunni og þeir upplifa þá vímu sem illvirki geta veitt. Svona gengi var í Vogunum þegar ég var strákur þar að alast upp og maður óttaðist þá en ekki hvarflaði að fólki að þeir störfuðu í sérstöku umboði frá mér við innbrot sín og óknytti. Hópar á borð við ISIS eru í grunninn af þessu tagi. Hættulegir og andstyggilegir, en ekki fulltrúar hins almenna múslíma þótt þeir og andstæðingar þeirra sameinist um að reyna að láta líta svo út. Fráleitt er að láta eins og hér ríki viðsjár á borð við þær í Danmörku og Noregi. Til þess vantar nokkrar grundvallarforsendur. Í fyrsta lagi verður að muna að Danir hafa tekið þátt í hernaðinum fyrir botni Miðjarðarhafs (Íslendingar eru ekki eina þjóðin í heimi sem kýs yfir sig misvitra hægri menn); í öðru lagi hefur vaxið fram samfélag í Evrópulöndum þar sem ósveigjanleg bókstafsskýring á Kóraninum grasserar kringum litlar patríarkískar valdamiðstöðvar í moskunum og er notuð til að réttlæta glæpastarfsemi. Og í þriðja lagi drógu Danir að sér athygli bókstafssinna í skrípamyndamáli Jyllandsposten (og nei, móðgun yfir skopmyndum réttlætir aldrei morð). Þessar forsendur eru ekki fyrir hendi hér.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun