HönnunarMars er handan við hornið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 12:15 Kristín og Tanja eru meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í HönnunarMars í ár. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín. HönnunarMars Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín.
HönnunarMars Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira