Sannar og ósannar minningar í sögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 12:00 „Við höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður,“ segir Gréta. Vísir/Stefán „Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“ Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Gestirnir sem halda erindi í ár eru Hallgrímur Helgason, Kristín Steinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir og fyrirlestrarnir heita athyglisverðum nöfnum, Handsprengja á náttborðinu, Nokkrar konur og ein í dyragættinni og Hvað veit ég um mömmu?“ Þannig byrjar Gréta Sigurðardóttir að lýsa Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem hefst í kvöld í Stykkishólmi og stendur fram á sunnudag. Viðfangsefnið í ár er minningar, sannar og ósannar, í sögum og bókum. Auk þeirra þátttakenda sem upp eru taldir má nefna Helgu Guðrúnu Johnson sem les úr bókinni Saga þeirra sagan mín í Bókaverzlun Breiðafjarðar, Önnu Margréti Ólafsdóttur sem verður með sögustund fyrir börn á Hótel Egilsen og grunnskólabörn sem eru með sýningu á verkefnum í Amtsbókasafninu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan átta í Vatnasafninu með tónum frá Söngsveitinni Blæ og úthlutun viðurkenninga í myndbandasamkeppni grunnskólans. „Við vinnum með skólanum og erum líka með sögustundir í heimahúsum á föstudagskvöld, Stykkishólmur er ríkur af gömlum húsum, þau eru okkar menningararfur að hluta og þar verða fluttar sögur sem sumar tengjast húsunum,“ lýsir Gréta. Júlíönuhátíðin er sú þriðja í röðinni á jafnmörgum árum. „Ég fékk til liðs við mig þrjár góðar og vitrar konur í Hólminum, þær Þórunni Sigþórsdóttur landvörð, Dagbjörtu Höskuldsdóttur, fyrrverandi bóksala, og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, kennda við Leir 7,“ rifjar Gréta upp. „Þá var ég búin að ákveða hvað hátíðin ætti að heita. Júlíana Jónsdóttir var bæði í Akureyjum á Breiðafirði og Stykkishólmi og gaf út bók fyrst kvenna á Íslandi, ljóðabókina Stúlka sem kom út 1876. Ekki nóg með það heldur skrifaði Júlíana líka fyrsta leikverk sem flutt var opinberlega eftir íslenska konu, það hét Víg Kjartans Ólafssonar. Alexía Björk Jóhannesdóttir leikkona flutti það á bókahátíðinni í fyrra.“ Gréta stjórnar Hótel Egilsen sem er sögu- og bókahótel og hún segir fyrri bókahátíðir þar hafa verið afar vel heppnaðar. „Við vorum blautar bak við eyrun þegar við byrjuðum en höfum verið svo heppnar að fólkið sem við höfum leitað til hefur fagnað því að koma til okkar og fundist það heiður, svo það hefur sagt já eins og skot.“
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira