Símtalið ekki aðalatriði málsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Það var ómaklegt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um liðna helgi að reyna að skrifa söguna sér í hag þannig að ákvörðun um 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings banka 6. október 2008, banka sem við vitum núna að var að fara á hausinn á þeim tíma, hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki Seðlabankans. Neyðarlánið til Kaupþings banka hefur aftur komist í kastljós fjölmiðla eftir dóm Hæstaréttar í Al-Thani-málinu enda má lesa úr þeim frumgögnum, tölvupóstum og símtölum, sem þar eru rakin að Kaupþing banki átti ekki gjaldeyri og var í meiriháttar lausafjárvandræðum tveimur vikum áður en bankinn fékk nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni. Forstjóri Kaupþings banka sagði í tölvupósti 23. september 2008 að bankinn þyrfti að fara í „crisis mode“ vegna lausafjárvandræða, eins og kemur fram í dómi Hæstaréttar. Um þetta hafði hvorki bankastjórn Seðlabankans né ríkisstjórnin nokkra vitneskju. Höfundur Reykjavíkurbréfs ryður ekki settum lögum til hliðar með skrifum sínum í Morgunblaðið. Lögin um Seðlabankann eru skýr um það hver tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara. Það er Seðlabankinn, sjálfstæð ríkisstofnun, óháð boðvaldi ríkisstjórnarinnar. Hvorki forsætisráðherra, né ríkisstjórnin í heild, getur gefið bankastjórn Seðlabanka Íslands bindandi fyrirmæli um lánveitingar. Það er alveg skýrt í lögunum um Seðlabankann að það er bankans og þar með bankastjórnarinnar að taka ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja. Neyðarlánið til Kaupþings banka, sem á endanum kostaði skattgreiðendur 35 milljarða króna, var lánveiting af slíku tagi. Skrif höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins breyta engu um þetta. Við vitum hins vegar núna að bankastjórn Seðlabanka Íslands vildi styrkja umgjörð undir þessa ákvörðun með því að hafa að minnsta kosti velvilja forsætisráðherra fyrir henni. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn. Að framansögðu virtu skiptir auðvitað mjög litlu máli hvað kom fram í símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar þegar umrædd lántaka var rædd fyrir hádegi hinn 6. október 2008. Seðlabankinn var til þess bær að lögum að taka umrædda ákvörðun og lánveitingin hefði aldrei verið veitt væri bankastjórnin andsnúin henni. Davíð sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi daginn eftir að algjör eining hefði verið meðal bankastjórnar Seðlabankans um lánið til Kaupþings. „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan,“ sagði Davíð í viðtalinu. Það er dálítið kaldhæðnislegt, nánast fyndið, eftir á að hyggja að búið sé að eyða ófáum klukkustundum í umræður um þetta mál í þinginu og fjárlaganefnd þess. Það hefði dugað þingmönnum að lesa lögin um um Seðlabanka Íslands til að átta sig á því að það skipti kannski ekki höfuðmáli hvað kom fram í símtalinu. Í þessu símtali var formaður bankastjórnar Seðlabankans að fá velvilja forsætisráðherra fyrir neyðarláni eftir að bankastjórnin hafði ákveðið að veita lánið og „einhugur“ var hjá bankastjórninni um veitingu þess. Ljóst er hins vegar að báðir voru í góðri trú, seðlabankastjórinn og ráðherrann, enda var markmiðið með láninu að hjálpa banka sem þeir töldu traustan. Trú þeirra og annarra reyndist á veikum grunni byggð enda að einhverju leyti reist á blekkingum stjórnenda Kaupþings banka. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Það var ómaklegt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um liðna helgi að reyna að skrifa söguna sér í hag þannig að ákvörðun um 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings banka 6. október 2008, banka sem við vitum núna að var að fara á hausinn á þeim tíma, hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar en ekki Seðlabankans. Neyðarlánið til Kaupþings banka hefur aftur komist í kastljós fjölmiðla eftir dóm Hæstaréttar í Al-Thani-málinu enda má lesa úr þeim frumgögnum, tölvupóstum og símtölum, sem þar eru rakin að Kaupþing banki átti ekki gjaldeyri og var í meiriháttar lausafjárvandræðum tveimur vikum áður en bankinn fékk nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni. Forstjóri Kaupþings banka sagði í tölvupósti 23. september 2008 að bankinn þyrfti að fara í „crisis mode“ vegna lausafjárvandræða, eins og kemur fram í dómi Hæstaréttar. Um þetta hafði hvorki bankastjórn Seðlabankans né ríkisstjórnin nokkra vitneskju. Höfundur Reykjavíkurbréfs ryður ekki settum lögum til hliðar með skrifum sínum í Morgunblaðið. Lögin um Seðlabankann eru skýr um það hver tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara. Það er Seðlabankinn, sjálfstæð ríkisstofnun, óháð boðvaldi ríkisstjórnarinnar. Hvorki forsætisráðherra, né ríkisstjórnin í heild, getur gefið bankastjórn Seðlabanka Íslands bindandi fyrirmæli um lánveitingar. Það er alveg skýrt í lögunum um Seðlabankann að það er bankans og þar með bankastjórnarinnar að taka ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja. Neyðarlánið til Kaupþings banka, sem á endanum kostaði skattgreiðendur 35 milljarða króna, var lánveiting af slíku tagi. Skrif höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins breyta engu um þetta. Við vitum hins vegar núna að bankastjórn Seðlabanka Íslands vildi styrkja umgjörð undir þessa ákvörðun með því að hafa að minnsta kosti velvilja forsætisráðherra fyrir henni. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn. Að framansögðu virtu skiptir auðvitað mjög litlu máli hvað kom fram í símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar þegar umrædd lántaka var rædd fyrir hádegi hinn 6. október 2008. Seðlabankinn var til þess bær að lögum að taka umrædda ákvörðun og lánveitingin hefði aldrei verið veitt væri bankastjórnin andsnúin henni. Davíð sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi daginn eftir að algjör eining hefði verið meðal bankastjórnar Seðlabankans um lánið til Kaupþings. „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan,“ sagði Davíð í viðtalinu. Það er dálítið kaldhæðnislegt, nánast fyndið, eftir á að hyggja að búið sé að eyða ófáum klukkustundum í umræður um þetta mál í þinginu og fjárlaganefnd þess. Það hefði dugað þingmönnum að lesa lögin um um Seðlabanka Íslands til að átta sig á því að það skipti kannski ekki höfuðmáli hvað kom fram í símtalinu. Í þessu símtali var formaður bankastjórnar Seðlabankans að fá velvilja forsætisráðherra fyrir neyðarláni eftir að bankastjórnin hafði ákveðið að veita lánið og „einhugur“ var hjá bankastjórninni um veitingu þess. Ljóst er hins vegar að báðir voru í góðri trú, seðlabankastjórinn og ráðherrann, enda var markmiðið með láninu að hjálpa banka sem þeir töldu traustan. Trú þeirra og annarra reyndist á veikum grunni byggð enda að einhverju leyti reist á blekkingum stjórnenda Kaupþings banka. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun