Þar rímar saman hljóð og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:30 „Við erum að mæla allt út,“ segir Tumi sem var í óðaönn að koma fyrir græjum í Hafnarborg þegar myndin var tekin. Vísir/GVA „Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira