Finnur fegurðina í ljótleikanum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Tanja Huld hefur unnið að línunni síðan síðastliðið vor. Vísir/Valli Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni. HönnunarMars Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni.
HönnunarMars Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira