Samningsstaða veikt - hvers vegna? Andrés Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eru á flestan hátt óskiljanlegar. Sérstaklega þegar haft er í huga að við eigum nú í viðræðum við Evrópusambandið um það gjald sem við greiðum í þróunarsjóð EFTA. Það er í raun aðgangseyrir okkar að EES-svæðinu. Þar að auki má segja við séum í samningaviðræðum við Norðmenn um hve stóran hluta af kökunni frændur okkar greiði. Eitt af trompum Íslands í þessari stöðu er að við erum með opnar aðildarviðræður við ESB. Ef við lokum þeim dyrum þá erum við á sama tíma að þrengja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og Norðmönnum. Strax árið 1994 þegar EES-samningurinn gekk í gildi þurftu EES-löndin, Noregur, Ísland og Liechtenstein, að greiða gjald í svokallaðan Þróunarsjóð EFTA. Sjóðurinn hefur verið notaður til að styrkja verkefni í fátækari ESB-löndunum. Á fimm ára fresti hefur síðan þurft að semja upp á nýtt og hafa þessar greiðslur farið stigvaxandi. Síðasta samkomulag rann út í apríl í fyrra og ekki hefur tekist að ná nýju samkomulagi því ESB hefur sífellt hækkað verðmiðann. Íslendingar greiddu 4,9 milljarða í þennan sjóð á árunum 2009-2014 en gætu þurft að hækka þá greiðslu upp í 6,5 milljarða ef gengið yrði að kröfum ESB. En það eru þó Norðmenn sem bera hitann og þungann af greiðslubyrðinni. Þeir greiddu 95% af þeim 150 milljörðum sem EES-löndin þurftu að láta af hendi í þennan pott. EES-samningurinn er langmikilvægasti milliríkjasamningur sem Íslendingar hafa gert. Um 80 prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, mest til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn er þaðan. Kjarninn í Evrópustefnu núverandi ríkisstjórnar er að auka samstarfið í gegnum EES-samninginn og auka samstarf við Noreg. Ekki er nein pressa frá þessum aðilum um að við slítum viðræðum við Evrópusambandið. Ekki er pólitískur vilji í Noregi til að ganga í ESB og Norðmenn þurfa því að treysta á EES-samninginn varðandi umgjörð um viðskipti sín við ESB. Það er því mjög óskynsamlegt fyrir Íslendinga að gefa frá sér eitt af trompunum sem þeir hafa í þessu samningaferli þ.e. að hóta að klára samningaferlið við ESB þannig að EES breytist í raun í tvíhliðasamning á milli ESB og Norðmanna. Ríkisstjórnin þarf því að svara þeirri spurningu hvort hún vilji bera ábyrgð á því að við greiðum nokkrum milljörðum meira í EFTA-sjóðinn á ári en við í raun þurfum að gera ef við höldum aðildarviðræðunum áfram opnum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun