Byltingarmenn dansa um heiminn 13. febrúar 2015 08:00 Í fyrra dönsuðu um 3.000 manns á Íslandi og ætlunin er að gera enn betur í dag. DJ Margeir þeytir skífum í Hörpu kl. 12 í dag. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12. Sónar Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12.
Sónar Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira