Byltingarmenn dansa um heiminn 13. febrúar 2015 08:00 Í fyrra dönsuðu um 3.000 manns á Íslandi og ætlunin er að gera enn betur í dag. DJ Margeir þeytir skífum í Hörpu kl. 12 í dag. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12. Sónar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12.
Sónar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira