Byltingarmenn dansa um heiminn 13. febrúar 2015 08:00 Í fyrra dönsuðu um 3.000 manns á Íslandi og ætlunin er að gera enn betur í dag. DJ Margeir þeytir skífum í Hörpu kl. 12 í dag. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12. Sónar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12.
Sónar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp