Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Sveinn Arnarsson skrifar 13. febrúar 2015 00:01 Reiknað er með því að fjórmenningarnir muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Al Thani-málið er eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál í sögu þjóðarinnar. Vísir Hæstiréttur dæmdi forsvarsmenn Kaupþingsbanka í fjögurra til fimm og hálfs árs óskilorðsbundins fangelsis í gær, í Al Thani-málinu svokallaða, einu stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar.Ólafur ÓlafssonFimm og hálfs árs fangelsisdómur Hreiðars Más Sigurðssonar var staðfestur. Dómur Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, var mildaður úr fimm árum í fjögur. Dómar yfir Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti voru þyngdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Allir dómarnir eru óskilorðsbundnir. Hreiðar var sakfelldur fyrir öll þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru; markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sigurður var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og fyrir markaðsmisnotkun. Ólafur er ekki talinn hafa gerst brotlegur um hlutdeild í umboðssvikum. Hins vegar er hann sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun. Magnús er sakfelldur fyrir öll brot sem hann er borinn sökum í ákæru.Páll Winkel.Menn komast fyrr inn óski þeir eftir því Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að í lögum um fullnustu refsinga komi fram sjónarmið sem beri að hafa í huga við ákvörðun vistunarstaðar. Þar komi fram í 14. grein að Fangelsismálastofnun ákveði í hvaða fangelsi afplánun fari fram. Við ákvörðun sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. „Viðmiðið er að eftir því sem dómur er þyngri, því fyrr tökum við dómþola inn á boðunarlista. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst er orðið við þeirri ósk. Ég vil að öðru leyti ekki tjá mig um málefni einstakra dómþola,“ segir Páll.Ólafur Þór Haukssonfréttablaðið/DaníelFordæmisgildi verulegt „Við erum rétt að byrja að lesa dóminn, hann er allmikill að stærð og mikið efni að fara í gegnum. Hins vegar sýnist okkur hjá embættinu við fyrstu sýn að fallist sé á öll meginsjónarmið ákæruvaldsins í þessu gríðarstóra máli,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, eftir að dómur féll. „Nú þurfum við í rólegheitum að fara gaumgæfilega yfir forsendur dómsins með það í huga að skoða fordæmisgildi hans í tengslum við önnur mál sem við erum að vinna með og eigum eftir að vinna með í nánustu framtíð. Fordæmisgildi þessa dóms Hæstaréttar er vafalaust verulegt.“Hreiðar Már SigurðssonDrýgð af ófyrirleitni og skeytingarleysi Í dómi Hæstaréttar segir að háttsemi fjórmenningana hafi verið alvarlegt trúnaðarbrot sem beindist að öllum almenningi og verður það tjón ekki metið til fjár. „Háttsemi ákærðu samkvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin […] beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild og verður tjónið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár.Magnús GuðmundssonÞessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi.“Flókin flétta fjármagnsflutnings Sérstakur saksóknari gaf út ákæru í málinu þann 16. febrúar 2012 á hendur fjórmenningunum. Mennirnir fjórir voru ákærðir vegna viðskipta sjeiks Mohammeds Bin Khalifa Al Thani með bréf í Kaupþingi, en fyrirtækið hans, Q Iceland Finance ehf., hafði keypt fimm prósenta hlut í Kaupþingi þann 22. september árið 2008, tveimur vikum áður en Kaupþing fór í þrot. Kaupverðið á bréfunum var nærri 26 milljarðar íslenskra króna.Sigurður EinarssonViðskiptin fóru þannig fram að Kaupþing lánaði fyrirtæki Al Thani allt kaupverðið. Viðskiptafléttan var á þá leið að Kaupþing lánaði tveimur fyrirtækjum sömu upphæðina, tæplega 13 milljarða króna. Fyrirtækin voru Gerland Assets í eigu Ólafs Ólafssonar, staðsett á Tortóla, og Serval Trading, félag í eigu Al Thani. Þessir fjármunir runnu síðan inn í félagið Choice Stay og þaðan inn á reikning Q Iceland Finance, félags Al Thani, sem greiddi þá aftur til Kaupþings. Með þessari fléttu var forsvarsmönnum Kaupþings gefið að sök að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti. Málið var í rannsókn í yfir tvö ár og var Sigurður Einarsson meðal annars eftirlýstur af Interpol þar sem hann sinnti ekki fyrirmælum sérstaks saksóknara um að koma til Íslands til að gefa skýrslu. Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Iceland jails former Kaupthing bank bosses Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland. 12. febrúar 2015 16:15 Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi forsvarsmenn Kaupþingsbanka í fjögurra til fimm og hálfs árs óskilorðsbundins fangelsis í gær, í Al Thani-málinu svokallaða, einu stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar.Ólafur ÓlafssonFimm og hálfs árs fangelsisdómur Hreiðars Más Sigurðssonar var staðfestur. Dómur Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, var mildaður úr fimm árum í fjögur. Dómar yfir Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti voru þyngdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Allir dómarnir eru óskilorðsbundnir. Hreiðar var sakfelldur fyrir öll þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru; markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sigurður var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og fyrir markaðsmisnotkun. Ólafur er ekki talinn hafa gerst brotlegur um hlutdeild í umboðssvikum. Hins vegar er hann sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun. Magnús er sakfelldur fyrir öll brot sem hann er borinn sökum í ákæru.Páll Winkel.Menn komast fyrr inn óski þeir eftir því Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að í lögum um fullnustu refsinga komi fram sjónarmið sem beri að hafa í huga við ákvörðun vistunarstaðar. Þar komi fram í 14. grein að Fangelsismálastofnun ákveði í hvaða fangelsi afplánun fari fram. Við ákvörðun sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. „Viðmiðið er að eftir því sem dómur er þyngri, því fyrr tökum við dómþola inn á boðunarlista. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst er orðið við þeirri ósk. Ég vil að öðru leyti ekki tjá mig um málefni einstakra dómþola,“ segir Páll.Ólafur Þór Haukssonfréttablaðið/DaníelFordæmisgildi verulegt „Við erum rétt að byrja að lesa dóminn, hann er allmikill að stærð og mikið efni að fara í gegnum. Hins vegar sýnist okkur hjá embættinu við fyrstu sýn að fallist sé á öll meginsjónarmið ákæruvaldsins í þessu gríðarstóra máli,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, eftir að dómur féll. „Nú þurfum við í rólegheitum að fara gaumgæfilega yfir forsendur dómsins með það í huga að skoða fordæmisgildi hans í tengslum við önnur mál sem við erum að vinna með og eigum eftir að vinna með í nánustu framtíð. Fordæmisgildi þessa dóms Hæstaréttar er vafalaust verulegt.“Hreiðar Már SigurðssonDrýgð af ófyrirleitni og skeytingarleysi Í dómi Hæstaréttar segir að háttsemi fjórmenningana hafi verið alvarlegt trúnaðarbrot sem beindist að öllum almenningi og verður það tjón ekki metið til fjár. „Háttsemi ákærðu samkvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin […] beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild og verður tjónið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár.Magnús GuðmundssonÞessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi.“Flókin flétta fjármagnsflutnings Sérstakur saksóknari gaf út ákæru í málinu þann 16. febrúar 2012 á hendur fjórmenningunum. Mennirnir fjórir voru ákærðir vegna viðskipta sjeiks Mohammeds Bin Khalifa Al Thani með bréf í Kaupþingi, en fyrirtækið hans, Q Iceland Finance ehf., hafði keypt fimm prósenta hlut í Kaupþingi þann 22. september árið 2008, tveimur vikum áður en Kaupþing fór í þrot. Kaupverðið á bréfunum var nærri 26 milljarðar íslenskra króna.Sigurður EinarssonViðskiptin fóru þannig fram að Kaupþing lánaði fyrirtæki Al Thani allt kaupverðið. Viðskiptafléttan var á þá leið að Kaupþing lánaði tveimur fyrirtækjum sömu upphæðina, tæplega 13 milljarða króna. Fyrirtækin voru Gerland Assets í eigu Ólafs Ólafssonar, staðsett á Tortóla, og Serval Trading, félag í eigu Al Thani. Þessir fjármunir runnu síðan inn í félagið Choice Stay og þaðan inn á reikning Q Iceland Finance, félags Al Thani, sem greiddi þá aftur til Kaupþings. Með þessari fléttu var forsvarsmönnum Kaupþings gefið að sök að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti. Málið var í rannsókn í yfir tvö ár og var Sigurður Einarsson meðal annars eftirlýstur af Interpol þar sem hann sinnti ekki fyrirmælum sérstaks saksóknara um að koma til Íslands til að gefa skýrslu.
Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Iceland jails former Kaupthing bank bosses Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland. 12. febrúar 2015 16:15 Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Iceland jails former Kaupthing bank bosses Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland. 12. febrúar 2015 16:15
Lögfræðikostnaðurinn nemur rúmum 82 milljónum króna Ríkið greiðir fjórðung af málsvarnarkostnaði Ólafs Ólafssonar 12. febrúar 2015 16:59
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00