Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifa 11. febrúar 2015 08:00 „Dikta, kannastu við þá hljómsveit? Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag. Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag.
Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13
Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26