Skemmtileg vegferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 13:00 „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina.“ Fréttablaðið/Ernir „Við Tómas höfum unnið stíft saman frá áramótum,“ segir Ómar Guðjónsson gítarleikari, sem einmitt er í bröns hjá Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara þegar hann svarar í símann. Þeir félagar ætla að troða upp í kvöld með nýtt og frumsamið efni í bland við eldri lög í Björtu loftum á 5. hæð í Hörpunni á tónleikum djassklúbbsins Múlans sem hefjast klukkan 21. Ómar segir þá Tómas hafa unnið mikið saman síðustu tíu ár og átt sér þann draum að semja ofan í hvor annan. „Við vorum lengi að finna formið en síðasta sumar ákváðum við að taka verkefnið föstum tökum árið 2015 og byrja bara 1. janúar að vinna,“ segir Ómar og heldur áfram: „Þetta er gott ritúal. Ég kem tvisvar í viku til Tomma í tíukaffi, síðan förum við út í skúr og djömmum og síðan endar þetta í afgangaveislu í hádeginu.“ Þeir félagar ætla að leyfa gestum á tónleikum Múlans að heyra afrakstur undanfarinna vikna í kvöld, Ómar segir það fyrsta skrefið í átt að nýrri plötu. „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina,“ segir Ómar. „Þá verður vegferðin skemmtileg.“ Ómar tekur fram að þeir Tómas séu bara með hluta tónleikanna því Tríó Kjarr, sem í eru Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, Jakob Hagedorn Olsen gítarleikari og Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, muni flytja fjölbreytta dagskrá eftir höfunda á borð við Monk, Hancock, Jarrett og Swallow ásamt frumsömdu efni. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Tómas höfum unnið stíft saman frá áramótum,“ segir Ómar Guðjónsson gítarleikari, sem einmitt er í bröns hjá Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara þegar hann svarar í símann. Þeir félagar ætla að troða upp í kvöld með nýtt og frumsamið efni í bland við eldri lög í Björtu loftum á 5. hæð í Hörpunni á tónleikum djassklúbbsins Múlans sem hefjast klukkan 21. Ómar segir þá Tómas hafa unnið mikið saman síðustu tíu ár og átt sér þann draum að semja ofan í hvor annan. „Við vorum lengi að finna formið en síðasta sumar ákváðum við að taka verkefnið föstum tökum árið 2015 og byrja bara 1. janúar að vinna,“ segir Ómar og heldur áfram: „Þetta er gott ritúal. Ég kem tvisvar í viku til Tomma í tíukaffi, síðan förum við út í skúr og djömmum og síðan endar þetta í afgangaveislu í hádeginu.“ Þeir félagar ætla að leyfa gestum á tónleikum Múlans að heyra afrakstur undanfarinna vikna í kvöld, Ómar segir það fyrsta skrefið í átt að nýrri plötu. „Þegar maður skemmtir sér félagslega þá smitar það út í tónlistina,“ segir Ómar. „Þá verður vegferðin skemmtileg.“ Ómar tekur fram að þeir Tómas séu bara með hluta tónleikanna því Tríó Kjarr, sem í eru Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, Jakob Hagedorn Olsen gítarleikari og Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, muni flytja fjölbreytta dagskrá eftir höfunda á borð við Monk, Hancock, Jarrett og Swallow ásamt frumsömdu efni.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira