Gróska sem kemur mörgum á óvart 7. febrúar 2015 16:00 "Vinnan við að velja inn verk hefur verið gríðarlega mikil en að sama skapi ákaflega skemmtileg,“ segir Hafþór. Vísir/GVA Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í málverkinu víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytni í málverki samtímans er mikil og hefur vakið umtalsverða eftirtekt í listheiminum. Listamenn á öllum aldri sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Ísland er engin undantekning á þessu þó svo að umræðan um málverkið hafi ekki verið eins mikil hér og víða annars staðar í veröldinni. Af þessu tilefni efnir Listasafn Reykjavíkur um þessar mundir til sýningarinnar Nýmálað 1 í Hafnarhúsinu en framhald þeirrar sýningar verður síðan opnað á Kjarvalsstöðum í lok marsmánaðar. Á sýningunni verða sýnd verk eftir íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Hafþór Yngvason er annar sýningarstjóra ásamt Kristjáni Steingrími Jónssyni en Hafþór bendir á að svo víðtæk úttekt hafi ekki verið gerð áður á íslenska samtímamálverkinu og því sé hér á ferðinni einstakt tækifæri til þess að fá heildstætt yfirlit yfir allt það helsta og kynna sér það sem er að gerast í málaralistinni á Íslandi í dag. „Það sem er helst óvenjulegt við þessa sýningu er að fjöldinn er svona mikill. Það ríkir almennt viðhorf um að það séu nokkrir góðir málarar að störfum en hið rétta er að það eru 85 málarar að störfum og fjölbreytnin er mikil. Þarna erum við líka að draga fram listamenn sem hafa ekki verið að sýna á stærri söfnunum á síðustu árum þrátt fyrir að eiga þangað fullt erindi. Þannig að það er vissulega ákveðin vakning í gangi með málverkið sem kemur ánægjulega á óvart. Enda auðséð að það eru margir að gera góða hluti. Stór hluti sýningarinnar verður opnaður í mars á Kjarvalsstöðum þar sem verða verk eftir 27 listamenn. En hér í Hafnarhúsinu eru verk eftir 27 listamenn, fólk á öllum aldri, fólk sem ætti að sjást miklu meira enda er þetta samtímaúttekt á verkum starfandi listamanna. Hver listamaður sýnir eitt til þrjú verk en allir fengu sama rými. Fyrst sendu listamennirnir myndir af verkum til forskoðunar auk þess sem við höfum varið miklum tíma í að heimsækja vinnustofur víða um land. Þannig að vinnan við að velja inn verk hefur verið gríðarlega mikil en að sama skapi ákaflega skemmtileg.“ Listasafn Reykjavíkur mun einnig standa fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna sem er ástæða til þess að hvetja fólk að fylgjast með og nýta sér þegar fram líða stundir. „Þetta er nú svona ákveðin tilraunastarfsemi hjá okkur sem við erum vissulega spennt fyrir. Hugmyndin er að vera til að mynda með viðburði í hádeginu; málþing, listamannaspjall, námskeið og sitthvað skemmtilegt. Það er alltaf mikill fjöldi fólks á ferðinni hér í miðbænum og við viljum endilega fá sem allra flesta til þess að líta inn og taka þátt í þessari miklu grósku með okkur.“Ég er búin að vinna í portrettinu í 20 ár," segir Guðrún.Vísir/GVAVona að áhorfendur upplifi eigin tilfinningar „Ég vann þessi verk í Berlín í janúar til mars í fyrra," segir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, einn af sýnendum í Listasafni Reykjavíkur. „Ég fékk styrk sem bæjarlistamaður Akureyrar og notaði hann til dvalarinnar. Lærði í Hollandi, hef búið þriðjung af ævinni erlendis og hafði sambönd í Berlín. Ég sýndi nokkrar sýningar í minni kantinum á Akureyri í kjölfarið. Guðrún Pálína kveðst vera búin að vera í portrettinu í 20 ár. „Ég nota ljósmyndir, ýmist af mér eða einhverjum nákomnum,“ segir hún „En ég vona að áhorfendur upplifi frekar sjálfa sig og eigin tilfinningar þegar þeir virða þær fyrir sér.“ Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í málverkinu víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytni í málverki samtímans er mikil og hefur vakið umtalsverða eftirtekt í listheiminum. Listamenn á öllum aldri sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Ísland er engin undantekning á þessu þó svo að umræðan um málverkið hafi ekki verið eins mikil hér og víða annars staðar í veröldinni. Af þessu tilefni efnir Listasafn Reykjavíkur um þessar mundir til sýningarinnar Nýmálað 1 í Hafnarhúsinu en framhald þeirrar sýningar verður síðan opnað á Kjarvalsstöðum í lok marsmánaðar. Á sýningunni verða sýnd verk eftir íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Hafþór Yngvason er annar sýningarstjóra ásamt Kristjáni Steingrími Jónssyni en Hafþór bendir á að svo víðtæk úttekt hafi ekki verið gerð áður á íslenska samtímamálverkinu og því sé hér á ferðinni einstakt tækifæri til þess að fá heildstætt yfirlit yfir allt það helsta og kynna sér það sem er að gerast í málaralistinni á Íslandi í dag. „Það sem er helst óvenjulegt við þessa sýningu er að fjöldinn er svona mikill. Það ríkir almennt viðhorf um að það séu nokkrir góðir málarar að störfum en hið rétta er að það eru 85 málarar að störfum og fjölbreytnin er mikil. Þarna erum við líka að draga fram listamenn sem hafa ekki verið að sýna á stærri söfnunum á síðustu árum þrátt fyrir að eiga þangað fullt erindi. Þannig að það er vissulega ákveðin vakning í gangi með málverkið sem kemur ánægjulega á óvart. Enda auðséð að það eru margir að gera góða hluti. Stór hluti sýningarinnar verður opnaður í mars á Kjarvalsstöðum þar sem verða verk eftir 27 listamenn. En hér í Hafnarhúsinu eru verk eftir 27 listamenn, fólk á öllum aldri, fólk sem ætti að sjást miklu meira enda er þetta samtímaúttekt á verkum starfandi listamanna. Hver listamaður sýnir eitt til þrjú verk en allir fengu sama rými. Fyrst sendu listamennirnir myndir af verkum til forskoðunar auk þess sem við höfum varið miklum tíma í að heimsækja vinnustofur víða um land. Þannig að vinnan við að velja inn verk hefur verið gríðarlega mikil en að sama skapi ákaflega skemmtileg.“ Listasafn Reykjavíkur mun einnig standa fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna sem er ástæða til þess að hvetja fólk að fylgjast með og nýta sér þegar fram líða stundir. „Þetta er nú svona ákveðin tilraunastarfsemi hjá okkur sem við erum vissulega spennt fyrir. Hugmyndin er að vera til að mynda með viðburði í hádeginu; málþing, listamannaspjall, námskeið og sitthvað skemmtilegt. Það er alltaf mikill fjöldi fólks á ferðinni hér í miðbænum og við viljum endilega fá sem allra flesta til þess að líta inn og taka þátt í þessari miklu grósku með okkur.“Ég er búin að vinna í portrettinu í 20 ár," segir Guðrún.Vísir/GVAVona að áhorfendur upplifi eigin tilfinningar „Ég vann þessi verk í Berlín í janúar til mars í fyrra," segir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, einn af sýnendum í Listasafni Reykjavíkur. „Ég fékk styrk sem bæjarlistamaður Akureyrar og notaði hann til dvalarinnar. Lærði í Hollandi, hef búið þriðjung af ævinni erlendis og hafði sambönd í Berlín. Ég sýndi nokkrar sýningar í minni kantinum á Akureyri í kjölfarið. Guðrún Pálína kveðst vera búin að vera í portrettinu í 20 ár. „Ég nota ljósmyndir, ýmist af mér eða einhverjum nákomnum,“ segir hún „En ég vona að áhorfendur upplifi frekar sjálfa sig og eigin tilfinningar þegar þeir virða þær fyrir sér.“
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira