Er í raun skíthrædd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 13:00 „Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu,“ segir Berglind María. Vísir/Ernir „Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur. Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur.
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira