Skrítinn bjór móðins 23. janúar 2015 15:00 Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson, höfundar Bjórbókarinnar, á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Vísir/Valli Höskuldur Sæmundsson er áhugamaður, og í raun sérfræðingur, um bjór. Hann er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess að fræða í Bjórskólanum. Hér ræðir hann um mjöð munkanna. Hvaða bjórgerðir eru algengastar? Algengasta tegundin af bjór væri ljós pilsner að tékkneskri fyrirmynd. Lagerbjórar sem finnast hvar sem er, eru bragðminni og auðdrekkanlegir. Reyndar er bjór algengasti drykkurinn á eftir tei, þannig að pilsnerinn mætti mögulega kalla næstvinsælasta drykk heims. Eða svona…Er bjórsmekkur eitthvað sem þroskast með aldrinum? Bjórsmekkur er held ég eins og smekkur fyrir öðrum mat, hann breytist og þróast. Blessunarlega, enda væri það hræðileg tilhugsun að vera enn að drekka það sama og ég var að sötra í menntaskóla. Hvaða bjór er svona „smart“ bjór sem menn slá um sig með að panta sér? Það er nú oftast það sem er spennandi hverju sinni. Gríðarvinsælt á börum er að panta sér tilraunalaganir af krana dagsins eða eitthvað sem er með flókið og skrítið nafn. Það þykir gríðarlega smart, einkum ef þú getur útskýrt skrítinn stílinn. Annars virðist gilda að þeim mun erfiðara sem er að ná í veigarnar, þeim mun fínni þyki þær. Ég hef tvisvar smakkað Westvleteren sem á að vera einna fínastur, en viðurkenni að mér fannst bragðið ekki standa undir „hæpinu“.Ef maður ætlar að gera vel við bjóráhugamann, hvaða bjór á maður þá að kaupa? Bland í poka er alltaf málið. Þetta er eins og að ætla að gera vel við tónlistaráhugamanninn en spila alltaf sama lagið aftur og aftur.Hvaða matur fer vel með bjór? Allur matur parast vel með bjór, bara misjafnlega vel. Reyktur og saltur matur passar að mínu mati sérstaklega vel með bjór sem og feitir ostar. Annars er bjór og pitsa alltaf gullin klassík.Hefur þú prófað að elda með bjór? Já, ég hef eins og raunar flestir Íslendingar smakkað mat eldaðan upp úr bjór. Pulsur eru oftast soðnar að hluta upp úr bjór. Sjálfur hef ég prófað að nota bjór í staðinn fyrir vatn í brauðuppskriftir og líka í súpur og sósur. Það kemur yfirleitt ágætlega út.Á bjórmaðurinn uppáhaldsbjór? Það er alltaf sá sem er í hendi. Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Höskuldur Sæmundsson er áhugamaður, og í raun sérfræðingur, um bjór. Hann er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess að fræða í Bjórskólanum. Hér ræðir hann um mjöð munkanna. Hvaða bjórgerðir eru algengastar? Algengasta tegundin af bjór væri ljós pilsner að tékkneskri fyrirmynd. Lagerbjórar sem finnast hvar sem er, eru bragðminni og auðdrekkanlegir. Reyndar er bjór algengasti drykkurinn á eftir tei, þannig að pilsnerinn mætti mögulega kalla næstvinsælasta drykk heims. Eða svona…Er bjórsmekkur eitthvað sem þroskast með aldrinum? Bjórsmekkur er held ég eins og smekkur fyrir öðrum mat, hann breytist og þróast. Blessunarlega, enda væri það hræðileg tilhugsun að vera enn að drekka það sama og ég var að sötra í menntaskóla. Hvaða bjór er svona „smart“ bjór sem menn slá um sig með að panta sér? Það er nú oftast það sem er spennandi hverju sinni. Gríðarvinsælt á börum er að panta sér tilraunalaganir af krana dagsins eða eitthvað sem er með flókið og skrítið nafn. Það þykir gríðarlega smart, einkum ef þú getur útskýrt skrítinn stílinn. Annars virðist gilda að þeim mun erfiðara sem er að ná í veigarnar, þeim mun fínni þyki þær. Ég hef tvisvar smakkað Westvleteren sem á að vera einna fínastur, en viðurkenni að mér fannst bragðið ekki standa undir „hæpinu“.Ef maður ætlar að gera vel við bjóráhugamann, hvaða bjór á maður þá að kaupa? Bland í poka er alltaf málið. Þetta er eins og að ætla að gera vel við tónlistaráhugamanninn en spila alltaf sama lagið aftur og aftur.Hvaða matur fer vel með bjór? Allur matur parast vel með bjór, bara misjafnlega vel. Reyktur og saltur matur passar að mínu mati sérstaklega vel með bjór sem og feitir ostar. Annars er bjór og pitsa alltaf gullin klassík.Hefur þú prófað að elda með bjór? Já, ég hef eins og raunar flestir Íslendingar smakkað mat eldaðan upp úr bjór. Pulsur eru oftast soðnar að hluta upp úr bjór. Sjálfur hef ég prófað að nota bjór í staðinn fyrir vatn í brauðuppskriftir og líka í súpur og sósur. Það kemur yfirleitt ágætlega út.Á bjórmaðurinn uppáhaldsbjór? Það er alltaf sá sem er í hendi.
Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira