Megrunin sem mótaði mig Rikka skrifar 16. janúar 2015 09:00 Borðaðu sitt lítið af hverju með góðu hugarfari, það er þó að minnsta kosti þess virði að prófa. visir/Getty Ég minnist þess að fyrir rúmlega tuttugu árum, þegar ég var í menntaskóla, fór ég á minn fyrsta, eina og vonandi síðasta megrunarkúr. Hann var mjög einfaldur og myndi sjálfsagt vera kallað eins konar „detox“ í dag. Kúrinn samanstóð af drykk sem innihélt soðið vatn, cayenne-pipar, sítrónusafa og hlynsíróp. Eins og uppskriftin gefur sterklega til kynna var þetta með því versta sem ég hef sett inn fyrir mínar varir en ákvað þó að bíta á jaxlinn því, jú, ég þurfti að komast í kjólinn fyrir næstu árshátíð sem nota bene styttist óðfluga í. Þetta var ein af þessum skyndilausnum sem átti að gera kraftaverk og minnka mittismálið svo um munaði. Fyrsta sopann tók ég þegar skólaklukkan hringdi inn fyrsta tímann, mig minnir sterklega að það hafi verið sögutími. Líkaminn herptist enn saman af viðbjóði við annan sopa og þann þriðja líka. Nú voru góð ráð dýr, tíminn leið og hádegishléið nálgaðist óðfluga. Ég var orðin svöng og úrill, það eina sem að ég mátti innbyrða var þessi ógeðsdrykkur og það eins og mig lysti. Sjálfsstjórnin er ekki ein af mínu sterkustu hliðum enda mikill sælkeri og því fór sem fór eins og vísbendingar gáfu til kynna að þessari tilraun til megrunar lauk þá og þegar. Ég skoppaði beint út í bakarí þar sem ég fór hamförum og keypti mér eitt af öllu – þvílík hamingja að vera laus úr þessari prísund. Ég hugsa stundum til baka með hryllingi þegar ég les um skyndilausnir, djúskúra, detox og aðra megrunarkúra sem lofa öllu fögru en skila litlu til langs tíma. Þá velti ég því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Þegar öll spilin eru sett á borðið þá eru þetta í rauninni ekki flókin vísindi í flestum tilfellum, auðvitað eru undantekningar og aldrei til góðs að alhæfa. En maður hefði haldið að dæmið og útreikningurinn væri nokkuð einfaldur. Jafnvægi í mataræði og hreyfingu er ein af lausnunum auk jákvæðs hugarfars. Sjálfri hefur mér reynst best að borða sitt lítið af hverju með góðu hugarfari. Ég reyni eftir bestu getu að hlusta á líkamann og það sem hann kallar á, stundum kallar hann á skyndibitamat og þá leyfi ég mér að fara þá leið svo lengi sem það gerist ekki dagsdaglega. Ég finn að mér líður betur eftir því sem ég borða næringarríkari og hollari mat með góðri blöndu af daglegri hreyfingu í einhverju formi. Mittismálið er þá ekki í forgangi heldur líðanin í eigin líkama og þá skiptir stærðin á fötunum sem þú gengur í ekki nokkru máli. Heilsa Tengdar fréttir Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00 Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég minnist þess að fyrir rúmlega tuttugu árum, þegar ég var í menntaskóla, fór ég á minn fyrsta, eina og vonandi síðasta megrunarkúr. Hann var mjög einfaldur og myndi sjálfsagt vera kallað eins konar „detox“ í dag. Kúrinn samanstóð af drykk sem innihélt soðið vatn, cayenne-pipar, sítrónusafa og hlynsíróp. Eins og uppskriftin gefur sterklega til kynna var þetta með því versta sem ég hef sett inn fyrir mínar varir en ákvað þó að bíta á jaxlinn því, jú, ég þurfti að komast í kjólinn fyrir næstu árshátíð sem nota bene styttist óðfluga í. Þetta var ein af þessum skyndilausnum sem átti að gera kraftaverk og minnka mittismálið svo um munaði. Fyrsta sopann tók ég þegar skólaklukkan hringdi inn fyrsta tímann, mig minnir sterklega að það hafi verið sögutími. Líkaminn herptist enn saman af viðbjóði við annan sopa og þann þriðja líka. Nú voru góð ráð dýr, tíminn leið og hádegishléið nálgaðist óðfluga. Ég var orðin svöng og úrill, það eina sem að ég mátti innbyrða var þessi ógeðsdrykkur og það eins og mig lysti. Sjálfsstjórnin er ekki ein af mínu sterkustu hliðum enda mikill sælkeri og því fór sem fór eins og vísbendingar gáfu til kynna að þessari tilraun til megrunar lauk þá og þegar. Ég skoppaði beint út í bakarí þar sem ég fór hamförum og keypti mér eitt af öllu – þvílík hamingja að vera laus úr þessari prísund. Ég hugsa stundum til baka með hryllingi þegar ég les um skyndilausnir, djúskúra, detox og aðra megrunarkúra sem lofa öllu fögru en skila litlu til langs tíma. Þá velti ég því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Þegar öll spilin eru sett á borðið þá eru þetta í rauninni ekki flókin vísindi í flestum tilfellum, auðvitað eru undantekningar og aldrei til góðs að alhæfa. En maður hefði haldið að dæmið og útreikningurinn væri nokkuð einfaldur. Jafnvægi í mataræði og hreyfingu er ein af lausnunum auk jákvæðs hugarfars. Sjálfri hefur mér reynst best að borða sitt lítið af hverju með góðu hugarfari. Ég reyni eftir bestu getu að hlusta á líkamann og það sem hann kallar á, stundum kallar hann á skyndibitamat og þá leyfi ég mér að fara þá leið svo lengi sem það gerist ekki dagsdaglega. Ég finn að mér líður betur eftir því sem ég borða næringarríkari og hollari mat með góðri blöndu af daglegri hreyfingu í einhverju formi. Mittismálið er þá ekki í forgangi heldur líðanin í eigin líkama og þá skiptir stærðin á fötunum sem þú gengur í ekki nokkru máli.
Heilsa Tengdar fréttir Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00 Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Stattu upp fyrir sjálfum þér Ef við skoðum meðalmanneskju sem vinnur á skrifstofu þá situr hún í að minnsta kosti átta klukkustundir á dag og það fyrir framan tölvuskjá, sem er svo annar kapítuli fyrir sig. 24. nóvember 2014 11:00
Hamingjan var það heillin Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hamingjuna og niðurstöðurnar eins ólíkar og þær eru margar. En er hamingjan flókin eða einföld? 12. desember 2014 09:00