Andleg og líkamleg barátta um barneignir Sigga Dögg skrifar 17. janúar 2015 11:30 Mommy Shoes Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. Fyrst reynir maður að gera allt til að hindra getnað. Öllum tiltækum ráðum er beitt en innst inni leyfir maður sér að dreyma um þann tíma sem fallegur hnöttur prýðir magann. Stundum blæs maður hann út og strýkur blíðlega tóma hamborgarabumbuna og ímyndar sér hvað lífið verður fallegt þegar inni í manni vex manneskja. Svo fer mann að langa í svona litla manneskju. Maður getur ekki ímyndað sér daginn án þess að hafa kámugar hendur, skríkjandi hlátur og snuð í öllum vösum. Þá fer maður að reyna. Samfarir verða þýðingarmeiri og bera með sér möguleikann á getnaði, kannski gerðist það núna, í öfugri kúrekastellingu? Eða á morgun í aftan frá á hlið? Þetta verður allt svo spennandi. Hið mikla upphaf með sína miklu möguleika fyrir framtíðina. Svo fer sem fer. Ef þú ætlar þér að eignast barn þá beitir þú öllum tiltækum ráðum til að verða foreldri. Hjá sumum felur það í sér samfarir en öðrum ekki. Hvernig sem það fer, þá færð þú barnið á endanum. Þú ert orðin foreldri. Þá kveikir almættið (lesist annað fólk) á skeiðklukkunni. Hvenær á að koma með annað barn? Hvað ætlar þú að eignast mörg börn? Allir hafa skoðanir, allir hafa reynslusögur, allir vilja vita. Þetta getur verið ögn yfirþyrmandi, nógu stórt var fyrsta skrefið. Nú ertu orðin foreldri, á maður þá bara að halda áfram og áfram og áfram og áfram? Hvenær á maður nóg af börnum? Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Ég á tvö börn, ætlaði alltaf að eignast fjögur. Legið mitt gleðst yfir þessum litlu krílum á meðan hausinn er stundum svolítið þreyttur og þolinmæðin mismikil. Lífið er svo gott með tveimur orkuboltum sem mann langar að koma almennilega til manns. Ég vil geta veitt þeim allt sem mér þykir mikilvægt að geta veitt barni og þar á meðal er tími. Tími til að hlusta, leika, vera saman og njóta. Nú deilist tíminn á milli þeirra beggja og þau keppa oft um athygli foreldra sinna. Innra samviskubitið segir að tvö börn séu toppurinn á fjölda barna, ef af þriðja yrði þá fengi það svo litla athygli. (Nógu slæmt var það að gleyma að taka mynd af fyrsta skrefi barns númer tvö eða almennt bara gleyma að skrásetja slíka merkisdaga. Það gleymdist sko alls ekki með fyrra barnið). Þessar hugsanir ásækja mig. Tíminn tifar, buddan tæmist, þolinmæðin er farin en samt öskrar legið „KOMDU MEÐ FLEIRI BÖRN, KONA!“. Það er ósamræmi á milli heilans sem les í skynsemi aðstæðna og vegur hlutina af yfirvegun og þessarar blessaðrar þróunarfræði líkamans sem er sjúkur í fjölgun mannkyns. Hvor sigrar er óráðið. (Nema eiginmaðurinn laumi sér í klippingu). Nú, eða tíminn verður á þrotum og þessi spurning ekki lengur í boði. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. Fyrst reynir maður að gera allt til að hindra getnað. Öllum tiltækum ráðum er beitt en innst inni leyfir maður sér að dreyma um þann tíma sem fallegur hnöttur prýðir magann. Stundum blæs maður hann út og strýkur blíðlega tóma hamborgarabumbuna og ímyndar sér hvað lífið verður fallegt þegar inni í manni vex manneskja. Svo fer mann að langa í svona litla manneskju. Maður getur ekki ímyndað sér daginn án þess að hafa kámugar hendur, skríkjandi hlátur og snuð í öllum vösum. Þá fer maður að reyna. Samfarir verða þýðingarmeiri og bera með sér möguleikann á getnaði, kannski gerðist það núna, í öfugri kúrekastellingu? Eða á morgun í aftan frá á hlið? Þetta verður allt svo spennandi. Hið mikla upphaf með sína miklu möguleika fyrir framtíðina. Svo fer sem fer. Ef þú ætlar þér að eignast barn þá beitir þú öllum tiltækum ráðum til að verða foreldri. Hjá sumum felur það í sér samfarir en öðrum ekki. Hvernig sem það fer, þá færð þú barnið á endanum. Þú ert orðin foreldri. Þá kveikir almættið (lesist annað fólk) á skeiðklukkunni. Hvenær á að koma með annað barn? Hvað ætlar þú að eignast mörg börn? Allir hafa skoðanir, allir hafa reynslusögur, allir vilja vita. Þetta getur verið ögn yfirþyrmandi, nógu stórt var fyrsta skrefið. Nú ertu orðin foreldri, á maður þá bara að halda áfram og áfram og áfram og áfram? Hvenær á maður nóg af börnum? Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Ég á tvö börn, ætlaði alltaf að eignast fjögur. Legið mitt gleðst yfir þessum litlu krílum á meðan hausinn er stundum svolítið þreyttur og þolinmæðin mismikil. Lífið er svo gott með tveimur orkuboltum sem mann langar að koma almennilega til manns. Ég vil geta veitt þeim allt sem mér þykir mikilvægt að geta veitt barni og þar á meðal er tími. Tími til að hlusta, leika, vera saman og njóta. Nú deilist tíminn á milli þeirra beggja og þau keppa oft um athygli foreldra sinna. Innra samviskubitið segir að tvö börn séu toppurinn á fjölda barna, ef af þriðja yrði þá fengi það svo litla athygli. (Nógu slæmt var það að gleyma að taka mynd af fyrsta skrefi barns númer tvö eða almennt bara gleyma að skrásetja slíka merkisdaga. Það gleymdist sko alls ekki með fyrra barnið). Þessar hugsanir ásækja mig. Tíminn tifar, buddan tæmist, þolinmæðin er farin en samt öskrar legið „KOMDU MEÐ FLEIRI BÖRN, KONA!“. Það er ósamræmi á milli heilans sem les í skynsemi aðstæðna og vegur hlutina af yfirvegun og þessarar blessaðrar þróunarfræði líkamans sem er sjúkur í fjölgun mannkyns. Hvor sigrar er óráðið. (Nema eiginmaðurinn laumi sér í klippingu). Nú, eða tíminn verður á þrotum og þessi spurning ekki lengur í boði.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira