Hvar, hver, hvað? Magnús Guðmundsson skrifar 17. janúar 2015 13:30 Þekkir þú þessa konu? Myndin er eftir Halldór E. Halldórsson en safn hans er á meðal þess sem Þjóðminjasafnið sýnir. Mynd/Halldór E. Arnórsson Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira